Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 36

Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 36
128 HEILSUVERND llm nýmjólk. Einhver bezti matur við tregum hægðum er mjólk, þótt því sé almennt trúað, að hún sé tormeltanleg og stemmandi. Það má vera, að sumum verði ekki gott af mjólk, en það stafar af því, að hennar er ekki neytt á réttan hátt. Flestir svolgra hana í sig eins og hvern annan drykk. En mjólkin er í raun réttri matur, sem menn eiga að sötra mjög hægt. Máltíð ungbarnsins, kálfsins og annarra ungviða er ekki stór, og þó eru þau 10 mínútur eða lengur að sjúga og þurfa að leggja hart að sér við það. Hvernig sem á því stendur, þá hefir mjólkin þau áhrif á munnvatnskirtlana, ef hennar er neytt á þennan hátt, að þeir gefa frá sér kynst- ur af þrennskonar munnvatni. Þessi staðreynd er ábending þess, að mjólkin þurfi mikið munnvatn með sér, ef mönn- um á að verða reglulega gott af henni. Ef menn svolgra í sig glas af mjólk, verður hún að hörðum drafla i maganum, einskonar formlaus ostur, sem magasafinn á erfitt með að leysa í sundur og kemst því ekki áfram sem skyldi. Af þessu stafar mikil meltingaróhægð. Ósoðin mjólk skemmist ekki við geymslu, heldur súrn- ar hún. Það eru sýrugerlar, sem komast í mjólkina úr loftinu og verja hana skemmdum, og jafnframt koma þeir í veg fyrir rotnun í meltingarfærum neytandans og mynd- un eiturefna, sem henni eru samfara. Soðin mjólk fúlnar. Þegar ungbarni er gefin soðin eða gerilsneydd mjólk, verða hægðir þess, sem á að vera dálítil súrlykt af, skjótt þefillar vegna innvortis rotnunar. Þannig verður barnið fyrir verk- unum frá sterkum sjúkdómsmyndandi eiturefnum, sem hrein og ósoðin mjólk mundi bægja frá því. (Úr „Chronic Constipation“ eftir Barker). <o>

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.