Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 24

Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 24
116 HEILSUVERND Rasmus Alsaker, lœknir: Gula og gallsteinar Gallið er meltingarvökvi, sem lifrin framleiðir. 1 lifrinni streymir það eftir smápípum, sem renna að lokum saman í aðalgallganginn, en hann opnast inn í skeifugörnina, og þar blandast gallið fæðumaukinu en tæmist að lokum út úr líkamanum með, úrgangi fæðunnar og setur lit sinn á hægðirnar. Gallið er mjög eitraður vökvi, og stafar af þvi mikil hætta, ef það kemst ekki rétta boðleið út úr iíkamanum. Gallpípurnar eru allar klæddar slímhúð að innan. Þess- ar slímhúðir geta bólgnað eins og slímhúðir hvarvetna í líkamanum. Fer þá stundum svo, að pípurnar stíflast, gallið kemst ekki sína réttu leið, en síast í stað þess inn í blóðið. Einnig getur aðalgallgangurinn stíflast af gallstein- um, og fer þá á sömu leið. Komist gallið þannig út í blóðið, verður líkaminn meira og minna gulur eða gulgrænn, og af því dregur sjúkdómurinn nafn sitt. 1 stað þess að fara beina leið út í skeifugörnina, safnast nokkuð af galli fyrir í gallblöðrunni, en fer svo þaðan aft- ur inn í gallganginn og skeifugörn, þegar á þarf að halda. Slímhúðir gallblöðrunnar geta einnig bólgnað og taka þá að framleiða slim, eins og venja er í slímhúðarbólgum. Þegar mikið af slími safnast þannig fyrir í blöðrunni, er hætt við, að steinefni og önnur föst efni, sem eru uppleyst í því og í gallinu, myndi einskonar botnfall og renni sam- an í smærri eða stærri kekki, sem kallast gallsteinar. Venju- lega eru þetta þó ekki harðir steinar, heldur linir kekkir, samsettir af kalki, kólesteríni (einskonar fitukristallar) og fleiri efnum. Ef aðeins er einn gallsteinn, er hann ávalur, en séu þeir fleiri, liggja þeir oft hver upp af öðrum, og geta þá myndast á þeim fletir og brúnir.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.