Heilsuvernd - 01.12.1959, Side 9

Heilsuvernd - 01.12.1959, Side 9
HEILSUVERND 101 kolsýru og kolsýrling og fleira. Rétt innan við glóðina í vindlinum eða sígarettunni eru bæði votar og þurrar sam- eindir ýmissa efna, sem fara líka út í reykinn og hafa áhrif á ilminn eða eiminn af reyknum, og hefur þetta sínar verkanir á líkama mannsins. Venjulegur sjö gramma þungur vindill gefur frá sér 6—12 lítra af reyk. Af honum fer aðeins um það bil helmingur upp í reykingamanninn sjálfan. Hinn helming- urinn rýkur út í loftið milli þess er maðurinn sýgur reyk- inn að sér. Langsamlega áhrifaríkasta efnið í reyknum er nikótínið, að undanskildum ef til vill tjöruefnunum. 10—15% nikó- tínsins brennur og hverfur algerlega, en um 50—90% fer yfir í reykinn. Ef nú reykurinn kemst í snertingu við eitt- hvert fast efni, svo sem tóbakið í efri enda sígarettunnar eða pípumunnstykkið, þéttist nikótínið aftur og bindst efninu á nýjan leik. Á þenna hátt safnast meira og meira af því í sígarettuna, og langmest í stúfinn og þeim mun meira sem hann verður styttri. Annars fer nikótín-magnið einnig eftir því, hve ört menn reykja, og eykst það verulega eftir því sem meira og örara er kynnt. Maðurinn tekur mun minna til sín af nikótini, ef hann reykir vindil sinn hægt, og þótt nikótínmagnið verði svipað, verða eiturverkanir þess minni, ef hann reykir góð- an vindil á 45 mínútum í stað þess að svæla hann í sig á 20 mínútum. Undanfarið hefur verið leitazt við að draga úr skaðsemi vindlinga með því að setja bómullarsíu í enda sígarettunnar. Um þetta sagði, á læknafundi nýlega, dr. Alton Ochsner, hinn frægi skurðlæknir frá New Orleans, sem verið hefur formaður bæði krabbameinsfélagsins og læknafélagsins, að „sígarettur með bómullarsíuna væru síður en svo hættu- lausar. Hið eina sem þær hefðu til síns ágætis væri það, að meira seldist af þeim. Tjaran í þeim orsakaði krabba- meinið, en nikótínið hjartveiki." Óþarft er að taka það fram, að í salnum þar sem dr.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.