Heilsuvernd - 01.12.1959, Síða 20

Heilsuvernd - 01.12.1959, Síða 20
112 HEILSUVERNÐ sjúkrasamlagsstyrkréttinda sinna til veru á hælinu. Hefur þetta létt mjög undir með slíkum sjúklingum og aukið möguleika þeirra til að sækja hælið, sem þeir langflestir hafa haft meira og minna gagn af. Þá hefur Tryggingarstofnun ríkisins veitt viðbótarlán til hælisins, þannig að nú er öll skuld hælisins þar, 450 þús. kr., sem greiða skal á 10 árum með jöfnum afborg- unum. Hefur og verið veitt ríkisábyrgð fyrir láni þessu. Er það góð hjálp. Um fjárhaginn er þetta heizt að segja: Um síðustu ára- mót var búið að verja til Heilsuhælisins, húss, húsgagna og áhalda 3 millj. og 425 þús. kr. — Auk þess var keypt íbúðarhús nr. 66 við Þelamörk í Hveragerði fyrir 335 þús. kr. Var það gert vegna þrengsla í hælinu og aðallega notað fyrir starfsfólk. — Strax hefur verið varið á þessu ári (1959) 900 þús. kr. til kaupa á húsgögnum í nýju her- bergja-álmuna í hælinu, sem er þó ekki alveg fullgerð; eftir að dúkleggja og fullmála. Hælið rúmar nú allt að 80 dvalargesti. Aðsókn þangað er sívaxandi. Á árinu 1957 dvöldu þar 350 manns, 1958 um 550 og um miðjan okt. síðastliðinn höfðu þegar sótt það 600 manns. Útbreiðslustarfsemin hefur að mestu orðið að sitja á hakanum þetta tímabil, en verður vonandi hægt að fara að bæta eitthvað um. Töluvert hefur verið óskað eftir matreiðslunámskeiðum, en ekki hægt að verða við þeim af þvi að ekki hefur verið hægt að fá hæfa stúlku, — að dómi stjórnarinnar — til að standa fyrir þeim, þar sem fáar íslenzkar stúlkur eru vel menntaðar í matargerð að leiðum náttúrulækningafólks. Tímarit félagsins, Heilsuvernd, hefur nú um 1500 kaup- endur, en auk þess er allmörgum sent það ókeypis, ýmist í þakklætis- eða útbreiðsluskyni. Félagsmenn í deildum N.L.F.l. eru nú um 15—16 hundr- uð; talan ekki örugg vegna þess að skýrslur vantar frá nokkrum deildum.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.