Heilsuvernd - 01.12.1959, Side 22

Heilsuvernd - 01.12.1959, Side 22
114 HEILSUVERND Af tillögum þeim, sem fram komu og ræddar voru á þinginu og snerta ekki aðeins innri starfsemi félagsins, voru þessar helztar: 1. „7. landsþing N.L.F.l. leggur til að stjórnir Náttúru- lækningafélags Islands og Náttúrulækningafélags Reykjavikur vinni að því í sameiningu að koma á fót matstofu í Reykjavík svo fljótt sem unnt er, enda séu fullar líkur til þess, að athuguðu máli, að matstofan beri sig fjárhagslega.“ 2. „7. landsþing N.L.F.I. felur væntanlegri stjórn félags- ins að Ieita eftir föstum, árlegum tekjustofni til styrkt- ar Heilsuhælinu í Hveragerði---------“ 2. 7. landsþing N.L.F.I. beinir þeim tilmælum til innflytj- enda á kornvörum, að þeir athugi sameiginlega mögu- leika á að flytja allt korn ómalað til landsins og að mölun þess fari fram hérlendis. Ennfremur mælist þingið til þess að ríkari áherzla verði lögð á innflutning gæðakorns til manneldis held- ur en verið hefur.“ 4. „7. þing N.L.F.I. telur knýjandi nauðsyn að kynna landsmönnum stefnu náttúrulækningasinna á sem raun- hæfastan hátt, og skorar því á stjórn sambandsins að gera matreiðslunámskeið að föstum þætti í starfsemi samtakanna. Samhliða námskeiðunum séu haldin fræðslu-erindi.“ 5. „7. þing N.L.F.I. skorar á stjórn samtakanna að hefjast handa um ræktun matjurta á landi Heilsuhælisins í Hveragerði, og sé notaður lífrænn áburður, með það fyrir augum að bæta úr brýnni þörf Hælisins fyrir heil- næmt grænmeti og eigi siður til að sanna gildi lífrænna ræktunaraðferða fram yfir aðrar, bæði um næringar- gildi uppskerunnar og geymsluþol." 6. „7. landsþing N.L.F.I. skorar fastlega á stjórnarvöld landsins að hlutast til um að lækkaðir verði til muna og helzt afnumdir tollar á innfluttum ávöxtum." —O—

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.