Heilsuvernd - 01.12.1959, Síða 18

Heilsuvernd - 01.12.1959, Síða 18
110 HEILSUVERNI> lífi sínu í því skyni aS koma róti á hugi manna; þeir fóru á litlum báti út á svæði, þar sem gera átti kjarnasprengju- tilraun. En þeir voru teknir höndum og hnepptir í fangelsi, og þar sitja þeir enn. Samt bar tiltæki þeirra árangur. Og í hiniim víðtæku samtökum, sem ég vinn með, eru hundruð manna, sem eru reiðubúnir til að leggja líf sitt í hættu í því skyni að vinna að því að bægja frá meðbræðrum sínum aðsteðjandi hættu. Við, sem viljum efla fagurt og auðugt líf á jörðu hér og láta eftirkomendum okkar í arf meiri heilbrigði en við njótum sjálf, á okkur hvílir mikil ábyrgð, sem við megum ekki bregðast. Það veltur á okkur öllum, þér og mér, hvort unnt verður að bjarga jörðu okkar frá hinum illu örlögum, sem yfir vofa. ÓTRÚLEGT EN SATT. Tannlæknir í Locarno í Sviss, Hipleh að nafni, segir frá því í bréfi til stéttarbróður síns, að hann hafi nýlega þurft að draga allar tennur úr þremur börnum tveggja ára gömlum, vegna þess að þær voru orðnar skemmdar og svartar. Hann gerði þetta í svæfingu. Börnin voru hætt að geta tuggið vegna sársauka og hætt að þrífast. Hann kveðst aldrei hafa séð neitt þessu líkt þau 30 ár, sem hann hefir starfað sem tannlæknir. Áður sá hann varla tannskemmdir hjá börnum yngri en 4 ára, og var auðvelt að gera við þær. En síðustu árin hefir þeim börn- um farið fjölgandi, sem koma þriggja ára gömul með brunna jaxla, sem ekki er hægt að gera við, og með skemmdir í framtönnum, en það var óvenjulegt áður. Hann heldur því fram, að röng næring eigi mesta sök á þessu ástandi, og einkum sá vítaverði ósiður að gefa börnum sælgæti eða sykur á milli máltíða. (Vie et Santé, maí 1959).

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.