Heilsuvernd - 01.12.1959, Blaðsíða 32
124
IIEILSUVERND
Sólharpan
Veit ég hörpu
viðkvæmra strengja.
Nísti sál þína sverð,
mýkir hún sárin
í mannraun hverri.
Hún er af Guði gerð.
Undir blessuðum
áhrifum hennar
friðmælast lamb og ljón.
Máttur og vizka
og miskunnsemi
eiga þar öll sinn tón.
Líða frá hörpunni
lausnarorð fögur,
birtir um ljósvana lönd,
þegar hún gripin er
geislafingrum
ljúft af himneskri hönd.
Þegar um heima
og himna alla
hefur hún bros sitt breitt,
fagna lýðir
og fjötrum kasta, —
skilja, að allt er eitt.
Sáttir og glaðir
saman uni
bræður við Drottins borð.
Samræmi er lífsins
sál og yndi,
söngur — hið síðasta orð..
Heyri ég í anda
á hátíðastundum
hörpunnar himneska lag.
Sólharpan dýra
lát samhljóma þína
i huga mér dvelja
hvern dag.
Grétar Fells.
lífsakursins, sem næstar eru. Líknarstofnunum fer fjölg-
andi hér á landi sem annarsstaðar í heiminum. Einhvern-
tíma verður tímabært, að þær taki höndum saman og
skipti með sér verkefnum. Alltaf er nóg að gera á býli
þess bónda, sem einn getur gefið okkur afl til að horfast
í augu við staðreyndir án þess að blikna.