Heilsuvernd - 01.12.1959, Blaðsíða 12
104
HEILSUVERND
Og prófessor Teller, höfundur vetnissprengjunnar, sem
varla er hægt að bera á brýn óþarfa efasemdir, varar
meira að segja við því, að kjarnorkustöðvar séu reistar að
nauðsynjalausu. Hann segir, að enn meiri hætta geti stafað
af þeim en stærstu kjarnasprengjum.
Er það ekki alvarlegt íhugunarefni að frétta, að for-
maður heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO),
prófessor Brock Chisholm, skuli hafa dregið sig í hlé og
lýst því yfir, að hann geti ekki lengur tekið þátt í þeim
feluleik, sem hann telur Sameinuðu þjóðirnar því miður
vera aðila að.
Kjarnasprengjutilraunir eru gerðar í eyðimörkum eða á
úthöfum, eins langt frá mannabyggðum og hægt er. Hins
vegar eru kjarnorkuverin reist í þéttbýli, enda þótt margir
frumeindafræðingar og aðrir sérfræðingar hafi skýrt frá
hinni miklu hættu, sem þessu er samfara. Þannig gekk t. d.
prófessor Naumann við heilsuverndarstöðina í Koblenz ríkt
eftir því, að kjarnorkuveri yrði að koma fyrir á óbyggðu
svæði, þar sem engin mannabyggð væri 30 km út frá
stöðinni á alla vegu. Komi fram bilanir á einangrun kjarn-
orkuofnanna — þótt ekki sé nema lítill leki—, getur það
nægt til að eyða öllu lífi í umhverfinu á skömmum tíma.
Enn vitum við alltof lítið um áhrif kjarnasundrunar.
Geislaverkunin safnast fyrir í líkamanum, og hin geisla-
virku efni brotna niður á löngum tíma, á mörgum árum
eða áratugum, þannig að ókleift er að áætla fyrirfram
hinar örlagaþrungnu verkanir þessara afla, sem við höf-
um þegar leyst úr læðingi og munu halda áfram eyðilegg-
ingarstarfi sínu, þó svo að öllum sprengjutilraunum væri
hætt og öll kjarnorkuver lögð í rúst. Og þó er þetta eina
úrræðið, og það á elleftu stundu, til að forða mannkyn-
inu frá enn voveiflegri sylsum en þegar hefir verið stofnað
til. Við höfum þegar séð, að af þeim geislavirku efnum, sem
veitt hefir verið út í andrúmsloftið fram til þessa, hefir