Heilsuvernd - 01.12.1959, Blaðsíða 28

Heilsuvernd - 01.12.1959, Blaðsíða 28
120 HEILSUVERND Á akri mannlegs lífs Það er eðli kattarins að forðast heitan graut. Eins er það ofið í mannlegt eðli að forðast þjáninguna, hvernig sem hún birtist. Hún sætir sömu meðferð og heiti graut- urinn: við skríðum framhjá henni svo lengi sem við getum. Og þó mun vera í henni nokkur saðning, ef rétt er á haldið. Heimurinn er fullur af óþægilegum staðreyhdum, sem valda okkur sársauka, ef við þorum að horfast í augu við þær. Því er það, að við lokum oft augum til að forðast sviðann. I stað raunsæis kemur þá blekkingaheimur ósk- hyggju og kvíða. Þau haldast jafnan í hendur, skötuhjúin, kvíðinn og óskhyggjan. Sannleikurinn er sá, að þau valda enn meiri spjöllum en raunveruleikinn. Þau ættu því skilið að fara sömu leiðina og Grýla gamla. Hver veit nema þau eigi einnig eftir að verða þjóðsaga? Hið óþægilegasta við óþægilegu staðreyndirnar er, hvað þær eru margar. Flestir menn vilja reyna að bæta úr þeirri eymd, sem þeim rennur til rifja, en jafnvel Ásaþór gat ekki sopið sjóinn allan. Hvers má þá vænta af okkur fátækum og smáum? Okkur hættir til að horfa á allt það, sem við komumst aldrei yfir að vinna. Þessvegna tölum við stundum um allt, sem þyrfti að gera, en gleym- um að ganga að verki. — Svo er um presta og préláta flesta, lærða og leika, sem lífsveginn reika. Samt er það eitt af táknum tímans, að mönnum er að lærast gildi samstarfsins. Voldugt dæmi er starf Samein- uðu þjóðanna, en víðar sjást vormerkin. Aldrei fyr hefur heimurinn sýnt slíka viðleitni að losa mannkynið af klafa þjáningarinnar, — klafa hinnar óþörfu þjáningar. Eitt sinn réðist ungur maður til starfa á býli nokkru. Það var fyrir daga hinna stórvirku véla. Honum var fengin reka í hönd og vísað á verkefnið, akur, sem átti

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.