Heilsuvernd - 01.12.1959, Qupperneq 14

Heilsuvernd - 01.12.1959, Qupperneq 14
106 HEILSUVERND Eru þá úr gildi fallin öll lögmál, sem eiga að vernda ein- staklinginn og rétt hans til lífsins? Er nokkur heilbrigð skynsemi í því að verja fjármunum okkar til þess að fram- leiða eyðingartæki, sem aldrei verður hægt að nota til varnar, vegna þess að þau hlytu að granda einnig þeim, sem þeim væri ætlað að verja? Sænsku dagblöðin sögðu hinn 11. ágúst 1958 frá skýrslu nefndar vísindamanna, sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu fal- ið að rannsaka hætturnar af geislavirkum efnum. Skýrslan er mjög varfærnislega samin. Hér fara á eftir smákaflar úr Dagens Nyheter: „Nefndin varaði við því að leggja of lítið upp úr hætt- unni af hinum geislavirku efnum og taldi miklu skipta, að hætt væri tilraunum með kjarnorkuvopn. Tveggja ára rannsóknir á geislavirkni hafa sýnt, að hún hefir aukizt um allan heim vegna kjarnasprenginganna. Af þessu leiðir nýja og að mestu óþekkta hættu fyrir núlifandi og komandi kynslóðir. Allar ráðstafanir til að draga úr geislavirkni stuðla því að því að vernda heilsu mannkynsins. Slíkar ráðstafanir eru annars vegar í því fólgnar að verja menn, sem vinna við nýtingu kjarnorkunnar til lækninga, í iðnaði og við önnur friðsamleg störf, gegn skaðlegum verkunum hennar, og í annan stað að taka fyrir mengun umhverfis okkar út frá kjarnasprengjutilraunum. Af rannsóknum nefndarinnar verður dregin sú augljósa ályktun, að jafnvel minnsta geislamagn geti valdið tjóni á erfðastofnum og öðrum líkamlegum skemmdum, og enn- fremur að tjón á erfðastofnum geti náð til heillar þjóðar, ef geislunaráhrifin ná til hópa af unglingum um eða undir kynþroska, vegna verkana á kynkirtla þeirra“. o—O—o Albert Schweitzer hefir lýst á ógnvekjandi hátt ástand- inu í dag. Það þarf ekki einu sinni styrjöld til að koma af stað atburðakeðju, er gæti valdið tortímingu jarðarbúa. Líf okkar hangir á þræði. Það er efnishyggjan, sem með

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.