Heilsuvernd - 01.12.1959, Blaðsíða 25

Heilsuvernd - 01.12.1959, Blaðsíða 25
HEILSUVERND 117 ln'in syngur. Hún segir, að þetta sé 1. flokks vara, og þó er það ödýrara en annað hunang, sem við höfum haft á boðstólum, ekki nema 36 krónur kílóið i lieil- um 30 kg stömpum, en 39,40 í lausri vikt. Það lætur nærri, að það sé helmingi ódýrara en hunangið, sem ■við vorum með áður.“ Nú er verzlunarstjórinn orðinn mælskur. — „En ekki eru þetta miklar birgðir, sýnist mér“, segi ég. .„Nei, en fólk er enn ekki komið upp á lagið að nota hunang. Það hefur verið of dýrt og vaninn er svo rikur“. — „Já, það er svo ágætt ofan á (brauð, þarf ekkert smjör undir, og svo má nota það til margs í stað sykurs. En þella lau'isl með tímanum.“ Ég renni rannsóknaraugum um geymsluna. „Það er þröngt um ykkur hér.“ — „Já“, segir Haraldur, „við þyrftum miklu meira húsrými fyrir verzlunina, en vonandi rætist úr því.“ „Og þarna hafið þið kornið," segi ég og bendi á skúffur stórar. „Hvernig búið þið núna?“ — „Við höfum aldrei fyrr staðið okkur eins vel og nú. Þetta er allt af þessa árs upi)skeru og 1. ílokks manneldiskorn.“ Hann sýnir mér í skúffur þær, sem þarna eru. Heilir og kurlaðið hafrar, heilhveiti, malað og ómalað, rúgur, bankabygg — „og lummu- i)vgg!“ Það er sælublandinn lotningarhreimur i rödd- inni, rétt eins og hann væri enn að smjatta á lumm- unum, sem okkur voru bornar á þingi náttúrulækninga- félaganna liér um daginn. Það voru líka ósviknar þing- liunmur. — Hreinasta þing! „Eg ætla að liringja til Svövu og biðja hana um, uppskriftina“, liugsa ég, og skyggnist samtímis um skápa og sé svo margt, sem magi og munnur girnist, að það liggur víst við, að það sé syndsamlegt. Gráfíkjur, döðlur og vínber. Margur hefur fallið fyrir minna. En nú hafa mjölpokarnir verið teknir úr stiganum. Vrið göngum upp og inn í skot það, er vel mætti með góðum vilja nefna skrifstofuna. Sím- inn liringir og Haraldur grípur tólið með þaulæfðum hreyfingum. „Halló,“ segir hann og er blíður á svip-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.