Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 6

Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 6
Ekki varð annað séð, en að börnin brygðust vel við. Af 3860 börn- um, sem spjölcl fengu, svöruðu 3832, en 28 skiluðu auðu, eða O.T'/t. ^, Svörin voru misjafnlega skilmerkileg, eins og vænta mátti. Voru nokkur vandkvæði á að vinna úr þeitn sambærilegar niðurstöðutöl- ur. T. d. svöruðu mörg börn játandi spurningunni „Reykirðu sígar- ettur?“, en skiluðu auðu að öðru leyti eða skrifuðu 0 við spurning- arnar „Hve margar . . ?“. Nokkur (19) börn kváðust „fikta“ við að reykja, og voru þetta 13 10 ára börn, flest (11) úr einum og sama skóla, úr öðrum skóla 5. Af þessum 19 börnum var aðeins 1 stúlka. Tau eru ekki tekin með í tölu reykjandi barna. Og ef til vill hefði verið rétt að flokka einnig undir fikt reykingar þeirra liarna, sem svara með núlli eða alls ekki spurningunni, hve margar sígarettur þau reyki (dálkur „Ótilgreint“). Eins og sjá má á töflu í, er hundraðstala drengja, sem reykja, 10.4, 12.1 og 15.4 i 10 til 12 ára bekkjum, en 2.8, 2.5 og 5.7 hjá stúlkunum. Eft’r þessu að dæma eru reykingar um þrefallt tíðari meðal drengja M en stúlkna. Ennfremur sýnir taflan, að í 12 ára bekkjum eru reyk- ingar um 50% algengari hjá drengjum og um belmingi tíðari hjá stúlkum en í 10 ára bekkjum. Séu nú þeir, sem fikta, taldir með reykjandi börnum, hækka til- svarandi hundraðstölur drengja upp í 12.5 i 10 ára og upp í 12.7 í 11 ára bekkjum. Meira en 1 sígarettu á dag að meðaltali reykja 1.8% drengja (í 12 ára bekkjum 2.4%) og 0.5% stúlkna. Engin stúlka viðurkennir meira en 3 sígarettur á dag. En einn 12 ára drengur kveðst reykja 20 sígarettur á dag og nokkrir allt að 2 til 7 á dag. ^ Eftirtektarvert er það, að 35 drengir og 4 stúlkur segjast vera hætt að reykja. Allt eru þett börn úr 11 og 12 ára bekkjum. Séu tölurnar í töflu I bornar saman við niðurstöðurnar frá könn- uninni árið 1959, virðist svo sem reykingar aukist mjög við það, að börnin fara úr barnaskóla upp í unglinga- eða framhaldsskóla. Hjá piltunum er aukningin úr 15.4% upp í 34.8% eða um rúman helm- ing, hjá stúlkunum úr 5.7/< upp í 17.2% eða þreföld. Með hækk- andi aldri er aukningin svo hægari. í 13 ára aldursflokkum framhaldsskólanna reyktu 2.7% pilta dag- lega og 3.2% stúlkna. Hér er samanburður við 12 ára bekki barna- 126 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.