Heilsuvernd - 01.10.1963, Page 4

Heilsuvernd - 01.10.1963, Page 4
B J 0RN L. J 0N SSON, lœknir: Reykingar barna í Reykjavik Grein Jiessi birtist í nýútkomnu heiti ai HeilbrigSu líji og er lckin liér upp með leyji ritstjóra. Árið 1959 fór fram könnun á reykingavenjum nemenda í 10 ung- linga- og gagnfræðaskólum í Reykjavík að tilhlutan borgarlæknis og fræðslustjóra. Þáverandi aðstoðariæknir borgarlæknis, Haraldur Guðjónsson, ritaði grein um könnun |iessa í Læknablaðið, 1. befti 1961, og voru niðurstöður bennar í stuttu máli sem hér segir: Könnunin náði til 2731 nemanda, 1296 pilta og 1435 stúlkna, á aldrinum 13 lil 17 ára. Af piltunum reyktu meira eða minna 37.8%, frá 34.8% (13 ára ) upp í 54.8% (17 ára), en af stúlkunum 18.3% , frá 17.2%' (13 ára) upp í 19.5%- (17 ára). Síðasta talan er grun- sandega lág, því að í 16 ára aldursflokki stúlkna reyktu 24.9% . Daglega reyktu 2.7%» 13 ára pilta og 25.8% 17 ára, en 3.2% 13 ára stúlkna og 9.8% 17 ára. Samanburður við hliðstæðar rannsóknir í nokkrum öðrum löntl- um virlist benda til þess, að tala unglinga, sem reykja, sé svipuð i 4 Reykjavík og erlendis, en á hinn bóginn séu hér minni brögð að dag- legum reykingum. Varla er ástæða til að ætla, að unglingarnir bafi gert of mikið úr reykingum sínum. Verður því að álykta, að af 13 ára unglingum séu rúmlega 3. hver piltur og rúmlega 6. hver stúlka byrjuð að reykja. Að fengnum þessum niðurstöðum þótti rétt að rannsaka, hvernig ástatt væri í þessum efnum hjá börnum yngri en 13 ára. 1 samráði við fræðslustjóra og viðkomandi skólastjóra ákvað borgarlæknir því að gangast fyrir svipaðri könnun í 10 til 12 ára bekkjum í stærstu barnaskólum Reykjavíkur og í Mýrarhúsaskóla á ^ 124 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.