Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 16

Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 16
Liðagigtarlækning Árið 1952 fékk Slure Klensmeden hálsbólgu, 27 ára gamall, og hálfi ári síðar byrjuðu liðaverkir. Kokeitlarnir voru teknir, og liða- verkirnir hurfu, en viku síðar komu þeir aftur og voru verstir í hægra fæti. Ári síðar mátti sjá breytingar í liðamótum á röntgenmyndum. Sture var lagður inn á deild fyrir gigtarsjúklinga í Södersjúkrahús- inu í Stokkhólmi. I’ar fékk hann sjö gullsprautur, en varð að hætta við þær fyrr en ætlað var vegna blóðbreytinga, sem gullið olli. Kínín- meðferð varð einnig að hætta við vegna útbrota, sem lyfið olli. Árið 1957 var byrjað að gefa Sture cortison, sem færði hortum aðeins skammvinnan hata. Árið 1959 lá hann í Karolinska sjúkrahúsinu í þrjá mánuði, en versnaði stöðugt. Árin 1961 og 1962 var honurn enn gefið eortison, ennfremur súlfalyf, og loks kalklyf til að draga úr aukaverkunum annarra lyfja. Daglega át hann 12 inagnyltöflur, og síðustu sex árin hafði hann notað af þeim yfir 4000 árlega eða sam- tals um 25 þúsund töflur. Síðasta hálmstrá Stures var hressingarhæli Olmu Nissen. Þar fastaði liann í 19 daga, og um leið hætti hann með öllu að reykja, en til þess tíina hafði hann reykt einn pakka af sígarettum daglega. Hann fékk daglega stólpípu, finnskt svitabað og nudd. I föstunni l'ttist hann úr 70 í 59 kílógrömm. Fyrstu þrjá daga föstunnar leið honum illa. I lok fyrstu vikunnar gerðu greinileg batamerki vart við sig á liðagigtinni, og eftir það var stöðug framför. I lok föstunnar var hann orðinn dálítið máttfar- inn, en styrktist fljótt á hráfæðinu, senr hann tók upp að föstunni lokinni. Síðan hefir hann verið í stöðugri framför. (Úr Halsa för alla, 1963, 3) 136 II EII.SUVERNn'

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.