Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 18

Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 18
sýklar eða ormar valda og menningarþjóðum hefir að mestu tekizt að útrýma hjá sér með sóttvarnarráðstöfunum af ýmsu tagi og al- mennum þrifnaði. Og vegna samskonar ráðstafana eru þessir sjúk- dómar á sífelldu undanhaldi meðal hinna frumstæðu þjóða. En þar má segja, að farið sé úr öskunni í eldinn, því að með breyttum lífs- háttum halda menningarsjúkdómarnir innreið sína, eins og m. a. má sjá á aukningu tannskeinmda. Og svo kemur það þrönga sjónarmið, sem um of hefir mótað „visindalegan“ hugsunarhátt og rannsóknir í læknisfræði og nær- ingarfræði frá fyrstu tíð: Orsakanna til ófarnaðarins er leitað í fá- einum steinefnum eða öðrum næringarefnum, og reynist slíkar til- gátur hafa við einhver rök að styðjast, er hlutaðeigandi efnum bætt í fæðuna, oft með nokkrum árangri. Sem dæmi má nefna flúor- blöndun drykkjarvatnsins. Henni hefir verið komið á í mörgum borgum í Ameríku og Evrópu með þeim árangri, að dregið hefir til muna úr tannskemmdum. En mikið vantar á, að þær hverfi að fullu, og því marki yrði heldur ekki náð, þótt farið væri að bæta fæðið með kóbalti, molybdenum eða öðrum efnum. Slíkar aðgerðir taka ekki fyrir rætur meinsins, sem í þessu tilfelli eru óheppilegir matarhættir. Þær bæta aðeins að nokkru úr sumum augljósustu afleiðingum þeirra. Með þessu er verið að reyna að höggva eitt og eitt höfuð af marghöfðuðu skrímsli, og tekst ekki alltaf. Staðreyndirnar blasa við augum: Meðan þjóðirnar nærast á sínu frumstæða fæði, hvort sem þær húa í kuldabeltinu eða hitabeltinu og hvort sem þær nærast aðallega á dýrafæðu eða jurtafæðu, halda þær tönnum sínum heilum. Sameiginlegt við fæði þeirra er þetta: Það er laust við framandi efni, svo sem venjulegt krydd, litarefni og geymsluefni, maturinn er etinn lítið breyttur frá sínu náttúrlega á- standi, og einhæfar matvörur eins og sykur og hvít mjölvara sjást varla eða alls ekki á borðum. Með menningunni flæða svo allskonar tízkuvörur yfir matborð þjóðanna. Og það sem þar ber hæst, er sykurinn og hvíta mjölvaran, sem eru nú uppistaðan í daglegu fæði menningarþjóðanna, t. d. hjá okkur íslendingum um eða yfir 40% af því, sem þjóðin leggur sér til munns, miðað við hitaeiningagildi. Það mun nú almennt viðurkennt af næringarfræðingum, að sem 138 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.