Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 15

Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 15
annarri eða þriðju viku föstunnar. Og yfirleitt var lækkunin meiri hjá körlum en konum. Beztur varð árangurinn hjá lægri aldurs- flokkunum og hjá þeim, sem feitastir voru við komuna í heilsuhælið. Hjá þessum síðastnefndu lækkaði blóðþrýsiingurinn að meðaltali úr 185 mm í 125 mm (karlar) og úr 200 mm í 140 mm (konurl. Eftir að föstunni lauk, þyngdusi sjúklingarnir aftur, konur örar en karlar. Blóðþrýstingslækkunin hélzt tn'slengi, og fór það mjög eft- ir lifnaðarháttum sjúklinganna, er heim kom, svo sem skiijanlegt er. Hér á eftir verður lýst stuttlega árangri meðferðarinnar hjá flmm sj úklingum. 1. Karlmaður, 59 ára, 101 kg, blóðþrýstingur 180/120 mm. Hafði haft háan blóðþrýsting í 6 ár þrátt fyrir lyfjanotkun. Sterkur og ó- reglulegur hjartsláttur. Fastaði í 14 daga, var þá 93 kg á þyngd og blóðþrýstlngur 120/80. Hjartaeinkenni voru horfin, og hjartalínu- rít sýndi, að starfsemi hjartans hafði batnað. Líkamlegt þrek hafði aukizt. 2. Karlmaður, 55 ára, 96 kg, blóðþrýstingur 215/130 mm. Hafði notað lyf í 2 ár vegna blóðrásarlruflana. Fastaði í 3 vikur. Þyngd þá 84 kg og blóðþrýstingur 140/95 mm. 3. Karlmaður, 66 ára, 71 kg, blóðþrýstingur 240/130 mm. Síðustu 5 ár mæði við áreynslu og oft þyngsli fyrir brjósti. Hafði verið undir læknishendi síðustu 2 árin vegna hins háa blóðþrýstings. Fastaði í 14 daga. Þyngd þá 66 kg, blóðþrýstingur 160/90 mm. 4. Kona, 57 ára, 100 kg, blóðþrýstingur 210/120. Síðuslu 6 árin undir læknishendi og alltaf notað blóðþrýstingslyf. Vaxandi mæði við áreynslu, stundum einnig mæði í hvíld. Fastaði í 19 daga. Þyngd þá 92 kg, blóðþrýstingur 140/80. 5. Karlmaður, 55 ára, 105 kg, blóðþrýstingur 170/110 mm. Að undanförnu hafði hann þyngzt verulega og bióðþrýstingur farið hækkandi. Farið var að bera á mæði og hjarísláttartruflunum. Far3t- aði í 22 daga. Var þyngd þá 96 kg og blóðþrýstmgur 125/85 mm. Hjá öllum þessum sjúklingum sýndu hjartalínurit. að ásland hjaríans hafði tekið miklum breytingum til hins betra. (Laiisleg þýðing á grein eftir (ir. med Ileins Fahrner í þýzka iæknaritinu Hippokrates). HEILSUVERND 135

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.