Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 23

Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 23
Spurmngar og svör ► S. Ö. spyr: Eiga menn að bjóða gestum mat eða nautnavörur, sem þeir neyta ekki sjálfir, svo sem kjöt, hvítt kaff brauð, kaffi, tóbak eða áfengi? Svar: A þessu máli eru svo margar hliðar, að erfitt er um svar. Þó skal reynt að benda á nokkur atriði, sem verða mættu spyrjanda og öðrum til leiðbeiningar. 1. Séu menn bindindismenn af trúarlegum eða siðferðislegum ástæðum, borði t. d. ekki kjöt, vegna þess að þe:r telji rangt að veiða eða aflífa skepnur sér til matar, liggur í augum uppi, að þeir bera slíkar neyzluvörur ekki á borð fyrir aðra. 2. Byggist bindindið á því, að menn telji ofangreindar vörur skað- legar heilsunni eða hættulegar af öðrum sökum, verður liver og einn að meta það og vega, í eitt skipti fyrir öll eða í hvert sinn, er gest ber að garði, hvað honurn skuli boðið. Víst er um það, að nóg er úrval ljúffengra og heilnæmra rétta og drykkja til þess að gera öllum til hæfis og fullnægja ströngustu kröfum gestrisni, kurteisi og vináttu, þótt ekkert sé borið fram af þeim neyzluvörum, sem spyrjandi telur upp. Og menn ættu einmitt fegins hendi að grípa hvert tækifæri til að kynna gestum, bæði kunnugum og ókunnugum, holla rétti og drykki. 3. En svo getur málið vandazt, þegar t. d. um er að ræða gesti til langdvalar, sem finnst þeir ekki geta verið án kjöt- eða fiskmetis lil hrærðar í ein í senn. Þá er heilhveiti ásamt sódadufti og kryddi hrært í jafnhliða mjólkinni, og síðast er þeyttum eggjahvítunum blandað í deigið og það sett í vel smurt mót og bakað í 1 klst. ATH. í stað smjörlíkis má í uppskriftunum hér að ofan nota jurtaolíu. II EILSUVERND 143

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.