Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 19

Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 19
meginorsök tanná'.u verði að telja sykur, sælgæti, kökur og önnur slík sætindi. Er þar um að ræða bein áhrif sykurs og kolvetna á gerlagróður og myndun sýru í munni og ennfremur skort næringar- efna, stafandi af mikilli neyzlu hinna einhæfu kolvetna. Hver þau næringarefni kunna að vera, vita menn ekki nema að litlu leyti, og það af þeirri einföldu ástæðu, að margt er enn á huldu um eiginleika fæðunnar og efnasamsetningu. En eitt er víst: 011 þau efni, sem lík- aminn þarfnast, er að finna í náttúrlegri, óspilltri fæðu, og virðist ekki þurfa mikla fjölbreytni í fæðuvali til að fullnægja efnaþörf líkamans. Af þessu leiðir, að meðan þekking okkar tekur ekki yfir nema brot — og það ef til vill lítið brot — af eiginleikum fæðunnar, er eina örugga leiðin til að bæta úr efnaskorti í daglegu fæði í þvi fólgin, að hverfa í áttina til frumstæðra matarhátta, m. a. og fyrst og fremst með því að leggja niður eða draga stórlega úr neyzlu tveggja hinna efnasnauðustu fæðutegunda, sem þekktar eru, en það eru sykur og hvít mjölvara. Það er margföld reynsla, að á stríðstímum dregur mjög úr tannskemmdum í mörgum löndum, svo og úr ýmsum sjúk- dómum, sem standa í sambandi við mataræðið. Og ástæðan er sú, að neyzla nefndra matvörutegunda minnkar verulega. Með áróðri og öðrum ráðstöfunum ætti að mega ná ekki síðri árangri. En til þess þarf meira til en að einn og einn maður, ef til vill stimplaður af lærðum og leikum sem sérvitringur og ofstækismaður, kvaki við og við yfir fámennum hópi áheyrenda eða lesenda. Það þarf að skera upp herör áhrifamanna úr stéttum lærðra og leikra. Það mun óhætt að fullyrða, að nú þegar sé fyrir hendi skilningur á þessum hlutum. En samtökin vantar. Og það skal fúslega viðurkennt, að hér sem oft- ar er auðveldara að sýna fram á gallana en að benda á raunhæfar leiðir til úrbóta. RLJ. Gainanmál Danski rithöfundurinn frú Karen Blixen segir svo um sköpunar- verkið: Fyrst skapaði Guð manninn. Eg byrja líka alltaf á því að gera uppkast. HEILSUVERND 139

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.