Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 12

Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 12
JurÉaolíur Því hefir iengi verið haldið fram af ýmsum, að jurtafeiti sé holl- ari til matar en dýrafeiti. Vísindarannsóknir síðari ára benda tii þess, að þær kenningar hafi við nokkur rök að styðjast. 011 feiti er byggð upp af svonefndum fitusýrum, sem ýmist eru „mettaðar“ eða „ómettaðar“, eins og efnafræðingar komast að orði. I jurtaolíum eru ómetluðu fitusýrurnar yfirleitt í meirihluta, en í flestri dýrafeiti er meira af hinum mettuðu fitusýrum. Mikilvægasta undantekningin frá þeirri reglu er lýsið, því að í öllu fiskafýsi eru ómettaðar fitusýrur í miklum meirihluta. Nú virðast rannsóknir hafa sýnt, að mik!ð af mettuðum fitusýrum í viðurværinu stuðli að æðakölkun, en að ómettaðar fitusýrur komi í veg fyrir hana og geti jafnvel dregið úr byrjandi æðakölkun. Hér fer á eftir tafla yfir hlutfallið milli ómettaðra og mettaðra fitusýra í nokkrum tegundum feiti: Valhnetuolía 10.0 . Hænsnafeiti . 0.8 Sólblómaolía 9.0 Olífuolia . 0.7 4.8 . 0.5 3.9 . 0.4 Laxalýsi 3.5 Svínafeiti . 0.3 2.0 0.07 1.6 0.06 Smjörlíki, búið til úr miklu af maísolíu 1.5 Súkkulaði Kókoshnetuolía: Næstum . . 0.04 . 0 Tölurnar yf'r 1.0 þýða, að í feitinni er meira af ómettuðum en mettuðum fitusýrum, t. d. 10 sinnum meira í valhnetuolíu. í aftari dálkinum eru þær feititegundir, sem innihalda minna af ómettuðum en inettuðum fitusýrum. Því miður er þorska- og ufsalýsi ekki með í töflunni, en ætla má, að það standi nærri laxalýsinu. Eins og sjá má af töflunni, hafa allar jurtaolíurnar, nema olífuolía 132 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.