Heilsuvernd - 01.08.1972, Síða 4

Heilsuvernd - 01.08.1972, Síða 4
JÓNAS KRISTJÁNSSON LÆKNIR McCarrison um heilsufar Húnzabúa Yfirmaður þeirrar deildar Rockefellerstofnunarinnar á Indlandi, sem fæst við fóðr- unarrannsóknir, Sir Robert McCarrison, segir frá því, að hann hafi um nærfellt 9 ára skeið fengizt við lœknisstörf meðal þjóðflokka nyrst á Ind- landi, uppi i fjalldölum Hima- laya, í héraðinu Húnza og víðar. Þessir þjóðflokkar voru þá ósnortnir af áhrifum menningarþjóðanna. Flestir voru þessir menn miklir vexti, vel byggðir, hinir hraustustu og kvillakmsir. McCarrison segir svo frá: „Meðan ég var læknir þess- ara þjóðflokka, varð ég aldrei var við algengar meltingar- truflanir, sár í maga eða skeifugörn, botnlangabólgu, ristilbólgu eða krábbamein. Hafði ég þó mikla yfirferð, kynni og yfirlit um heilsufar fullrar milljónar manna og gerði yfir J/OO skurðaðgerðir árlega að meðaltali. Flestar voru þær við áverkum og kviðslitum, en ekki við þeim kvillum, sem nú leggja sjúkl- inga tíðast á skurðarborðið hjá lœknum. Ég skal að vísu ekki fullyrða, að þessir kvill- ar hafi alls ekki verið þar til, en ég hefi mikla ástæðu til að halda, að þeir hafi verið mjög fágætir. Umkvartanir frá 100 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.