Heilsuvernd - 01.08.1972, Blaðsíða 5
meltingarfæranna hálfu voru
sjaldgæfar, aðrar en sultar-
tilfmning.“
Við berklaveiJci varð Mc-
Carrison ekki var á þessum
slóðum. Landið, sem þessir
þjóðflokkar byggðu, var
fremur hrjóstrugt og þó þétt-
býlt, og höfðu þeir ekki önn-
ur húsdýr en geitur, sem
gengu á beit i fjállshlíðunum.
Maturinn var af svo skornum
skammti, að ekki voru ráð á
því að hafa hunda. Fæðið var
hveitikorn, bygg, hafrar o. s.
frv., sem var grófmálað og
gert ■ úr brauð. Ennfremur
geitamjólk, smjör og geita-
kjöt örsjáldan. Þessir menn
ræktuðu mikið af œpríkósum
og neyttu þeirra nýrra, en
þurrkuðu auk þess mikiS af
þeim til vetrarforða.
McCarrison hefir síðan gert
margvislegar fóðrunartil-
raunir á dýrum, þar á meðál
öpum. Aparnir hafa mjög
svipaða byggingu og menn.
Árangurinn af þessum rann-
sóknum varð sá, að þegar dýr
voru fóðruð á svipuðu fóðri
og fjállaþjóðirnar i Húnza-
héraðinu lifðu á, þá höfðu
þau beztu þrif og heilsu, en
þegar dýrin voru aftur á móti
fóðruð á svipuðu fóðri og
menningarþjóðirnar hafa, þá
fengu dýrin flesta þá kvilla,
sem tíðastir eru meðal þeirra
þjóða.
(BERKLAVEIKIN OG MATAR-
ÆÐIÐ, Eimreiðin 1936. Nýjar
leiðir 2. rit NLFÍ)
ER HÆTTA Á FÓSTURLÁTUM HJÁ FLUGFREYJUM?
Sá orðrómur hefir komizt á kreik, að flugfreyjur, sem verða
þungaðar innan sex mánaða frá því þær hættu flugi, geti átt á
hættu að missa fóstrið. Athugun hefir verið gerð á þessu, bæði
í Rússlandi og Sviss, og eftir því að dæma hefir grunur þessi
við engin rök að styðjast. (The Practitioner)
HEILSUVERND
101