Heilsuvernd - 01.08.1972, Side 8
Þótt dr. Schnitzer hefði mikið að gera á stofu sinni við venju-
legar tannviðgerðir, gaf hann sér samt tíma til að skoða börn á
öllum aldri, enda var það nauðsynlegur þáttur í herferðinni að
geta fylgzt með þeim breytingum, sem verða kynnu á tannheilsu
barnanna. Hann tók upp reglulega skoðun á tönnum barnanna,
þeim alveg að kostnaðarlausu, skráði allt nákvæmlega á spjald
ásamt upplýsingum um mataræði barnsins, og við næstu skoðun
ári síðar var nýtt spjald útfyllt, þannig að hægt var að fylgjast
með breytingum frá ári til árs. Strax á öðru ári fór að koma í ljós
árangur af öllum þessum aðgerðum, og verður sagt nánar frá því
hér á eftir.
Auk matarbrauðanna hófu bakararnir fljótt bakstur á smá-
kökum, bollum og öðru kaffibrauði úr nýju heilhveitimjöli, og
náði þetta vinsældum meðal barna og fullorðinna.
Ofsóknir.
Nú hefði mátt ætla, þegar fregnir bárust út um það sem vai
að gerast í Mönchweiler, að aðrir tannlæknar tækju í sama streng
og dr. Schnitzer. En í stað þess var hann kærður af þýzka tann-
læknasambandinu í Suður-Þýzkalandi fyrir óheiðarlegan áróður
og auglýsingastarfsemi í eigin hagsmunaskyni. Hann hafði komið
fram í útvarpi og sjónvarpi, og almenningsálitið var á hans bandi.
Hann varð að mæta tvívegis í margra klukkustunda yfirheyrzlum.
En málaferlunum lauk með því, að hann var alveg sýknaður af
ákærunum.
Undirtektir tannlækna hafa annars verið með ýmsu móti.
Nokkrir eru honum samdóma og hafa ásamt öðrum læknum og
áhugamönnum stofnað formleg samtök málefninu til framdrátt-
ar. Hinsvegar hefir hópur áhrifamikilla tannlækna lýst sig and-
vígan dr. Schnitzer, og meðal þeirra eru þeir, sem berjast fyrir
flúorblöndun neyzluvatns. En allur þorri tannlækna er hlutlaus
í málinu, og það sumpart af ókunnugleika, enda hefir aðalmál-
gagn tannlækna í Þýzkalandi tekið þann kost að þegja með öllu
um árangurinn, enda þótt hann væri kominn greinilega í ljós
þremur árum eftir að herferðin hófst.
104
HEILSUVERND