Heilsuvernd - 01.08.1972, Side 9

Heilsuvernd - 01.08.1972, Side 9
Árangur Þegar gerður er sainanburður milli áranna 1S63 og 1969, kemur þetta í ljós: Hjá börnum eins til þriggja ára íundust engar tannskemmdir 1969 en fáeinar 1963. Hjá börnum þriggja til sex ára voru tann- skemmdir 87% færri árið 1969 en 1963, hjá börnum 6—10 ára 31% færri og hjá börnum 10—14 ára 37% færri. Eins og vænta mátti, er árangurinn beztur hjá yngstu bömun- um árið 1969, þeim sem eru fædd, eftir að herferðin hófst, en lé- legastur hjá 6—10 ára börnum, sem eru komin með skemmdat barnatennur þegar á árinu 1963—4. Börn 10—14 ára hafa fellt margar af sínum skemmdu barnatönnum og fengið í staðinn heil- brigðar fullorðinstennur, þannig að hjá þeim verður útkoman tiltölulega betri. Auðvitað hafa ekki öll heimili eða börn farið að ráðum dr. Schnitzers á þessum árum. Og hann skýrir svo frá, að þau börn, sem hlíttu ráðum hans, hafi verið laus við tannskemmdir eða ekki fengið neinar nýjar, og segja fyrrgreind spjöld þar auðvitað sína ólýgnu sögu. Matseðill dr. Schnitzers Varðandi mataræðið almennt gefur dr. Schnitzer þessi ráð: Mjöl í brauð og grauta úr nýmöluðu komi; blaðgrænmeti og rótar- ávextir, helzt ósoðið og nýtt, hnetur og aðrir ávextir, óhituð ný- mjólk. Hann mælir ekki sérstaklega móti kjöti, en hvítar mjöl- vörur og hvítan sykur verði umfram allt að forðast. ÞAÐ VAR ÚTILÍFIÐ Níræður maður kom til læknis í fyrsta skipti á ævinni til að láta skoða sig. Læknirinn fann ekkert athugavert við heilsu mannsins og spurði, hverju það sætti, að hann hefði náð svo háum aldri án þess að verða veikur. Þegar við giftum okkur, konan mín og ég, svaraði öldungurinn, kom okkur saman um, að þegar annaðhvort okkar byrjaði að skammast, skyldi hitt ganga út, og það hefir orðið til þess, að ég hef verið mikið úti um dagana. HEILSUVERND 105

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.