Heilsuvernd - 01.08.1972, Síða 13
Pokamyndanir f ristli
1 1. hefti þessa árgangs var smágrein um orsakir þess, að í ristli manna
myndast oft útbunganir, einskonar pokar, sem stundum valda óþægind-
um og geta bólgnað, líkt og botnlanginn. Upplýsingar þessar voru teknar
úr enska læknaritinu „The Practitioner". Hér fer á eftir grein um þetta
efni, og úr sama riti, eftir enskan skurðlækni, N. S. Painter að nafni,
í lauslegri þýðingu,
Pokamyndanir í ristli stafa af því, að fæða manna er svipt nátt-
úrlegum grófefnum sínum. Gildir þetta aðallega um hvítt hveiti
og sykur, sem náðu útbreiðslu í iðnaðarlöndum kringum 1880 með
þeim afleiðingum, að í byrjun tuttugustu aldar tók að kveða að
þessum sjúkdómi. Hann er enn mjög sjaldgæfur í sveitahéruðum
í Afríku og Asíu, og stafar það ekki af kynþáttamismun eins og
m.a. mjá sjá á því, að meðal Japana í heimalandi sínu er hann
sjaldgæfur, en hjá Japönum og negrum, sem búa í Ameríku, er
hann jafntíður og meðal hvítra manna.
Orsakir
Orsakir þessara pokamyndana eru úrgangslítið fæði, enda þótt
slíkt fæði sé jafnan notað til að reyna að lækna sjúkdóminn. Gróf
fæða gengur gegnum meltingarveginn, frá munni til endaþarms,
á um það bil 28 klukkustundum, en fín úrgangslítil fæða þarf til
þess helmingi lengri tíma, og til þess að flytja hana áfram niður
eftir ristlinum þarf miklu sterkari samdrætti en þegar fæðan er
gróf og fyrirferðamikil. Þetta er talið geta leitt til djúpra fellinga
eða poka í ristlinum.
RáS
Þau eru einfaldlega í því fólgin að neyta grófmetis, svo sem
heilhveitis, aldina og grænmetis, en draga sem mest úr hvítu
hveiti og sykri, jafnt hvítum sem brúnum. Nokkur bót er að því
að borða hveitihýði, allt að einni matskeið á dag, og þurfa hægðir
HEILSUVERND
109