Heilsuvernd - 01.08.1972, Síða 15

Heilsuvernd - 01.08.1972, Síða 15
ÁRNI ÁSBJARNARSON FORSTJÓRI Húsavíku rferö Eins og getið var um í síðasta hefti Heilsuverndar, er nú hafinn undirbúningur að heilsuhælisbyggingu á Norðurlandi, að frum- kvæði Náttúrulækningafélags Akureyrar. Á árinu 1971 leitaði stjórn NLFA málefni þessu stuðnings hjá Sambandi norðlenzkra kvenfélaga, sem tók þeirri málaleitan vel og hét aðstoð samtak- anna. I framhaldi af því skrifaði formaður stjómar Sambands norðlenzkra kvenfélaga, frú Dómhildur Jónsdóttir, stjórn Nátt- úrulækningafélags íslands á síðastliðnum vetri og óskaði eftir því, að á næsta aðalfundi sambandsins sem halda ætti á Húsa- vík dagana 6. og 7. júní 1972, yrði sýnikennsla í matreiðslu græn- metis og einnig að sagt yrði frá starfsemi heilsuhælis NLFÍ 1 Hveragerði. Síðari hluta dags, seinni fundardaginn, hafði ungfrú Pálína R. Kjartansdóttir, matráðskona Heilsuhælis NLFÍ, sýnikennslu og flutti mjög fróðlegt erindi um þýðingu hinna ýmsu næringarefna fyrir líf og heilsu mannsins. Um kvöldið var boðið til kvöldverðar ýmsu áhrifafólki og áhugafólki um þessi mál, og sátu það boð um 100 manns. Sá Pálína um matreiðslu og framreiðslu græn- metismáltíðar, sem var framborin á svipaðan hátt og venja er til í heilsuhælinu í Hveragerði. Undir borðum sagði undirritaður frá störfum og starfsemi hælisins. Formaður Náttúrulækningafélags Akureyrar, frú Laufey Tryggvadóttir, lýsti aðdraganda og undir- búningi að hælisstofnun á Norðurlandi og þakkaði góðar undir- tektir kvenfélagasambandsins við það málefni. Ýmsir boðsgesta fluttu ræður við þetta tækifæri og lýstu áhuga á starfsemi Nátt- úrulækningafélagsins og ekki sízt ánægju með þá hugmynd að stofna á Norðurlandi heilsuhæli, sem starfaði á svipaðan hátt og hælið í Hveragerði. Á milli ræðuhalda var skemmt með söng og hljóðfæraslætti, og var þessi samkoma ánægjuleg og til sóma þeim, sem að henni stóðu. HEILSUVERND 111

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.