Heilsuvernd - 01.08.1972, Qupperneq 20

Heilsuvernd - 01.08.1972, Qupperneq 20
inni í rófunum, en meðan þær hafa ekki komizt lengra en í ræt- urnar, er von um að geta stuggað þeim á brott. Ný grænmetisuppskera Enn er ekki of seint að sá hreðku-, salat- og spínatfræi, sem gefur uppskeru fram á haust og má það vera húsmóðurinni kær- komin fjölbreytni á matborðinu. Safnhaugurinn Þá má ekki gleyma að undirbúa safnhaug til notkunar á næsta vori. Grasi og jurtaleifum er safnað í haug, og saman við það er blandað mold og dálitlu kalki, annars er hætta á rotnun með daunillum og skaðlegum niðurbrotsefnum, í stað hins æskilega gerlagróðurs, sem framleiðir lífrænan og þægilega lyktandi áburð. Blaðlúsin Nú eru efstu ribsblöðin farin að leggjast saman og hætt við, að blaðlúsin sæki á þau. En með því að sprauta á þau úr slöngu með miklum þrýstingi og beina bununni upp á við má takast að skola lúsina af blöðunum, svo framarlega að þau hafi ekki alveg lokazt, en þá verður engum vörnum við komið. Annars hefir nú í sumar fremur lítið borið á meindýrum á trjám, jafnvel þar sem eitruð úðunarlyf hafa ekki verið notuð. Fundur í NLFR Föstudaginn 19. maí 1972 kl. 21 var fundur í Náttúrlækninga- félagi Reykjavíkur í matstofu félagsins, Kirkjustræti 8. Hinn nýkjörni formaður, Eggert Kristinsson, setti fundinn, skýrði frá verkaskiptingu stjórnar (sjá síðasta hefti) og bauð hina nýju stjórnarmeðlimi velkomna til starfsins. Jafnframt þakk- aði hann Önnu Matthíasdóttur og Njáli Þórarinssyni, sem gengu úr stjórn á síðasta aðalfundi og gáfu ekki kost á sér til endurkjörs fyrir frábær störf í þágu félagsins á undanförnum árum. Þá las hann fundargjörð síðasta fundar, sem var venju fremur löng, 116 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.