19. júní - 19.06.2018, Blaðsíða 13
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 11
sem margendurtekin gildi og viðhorf
festa sig í sessi og verða meðal annars
að erkitýpum. Listakonurnar not uðust
við klisjur þegar þær unnu að persónu-
sköpun erkitýpanna á Ný fundna landi
sem að þeirra sögn mynd uðu vettvang
þar sem þær léku sér að, mátuðu sig við
og afvötnuðu sig frá þessum almennu
gildum og viðhorfum. Rauður bjarmi
ljósaskúlptúranna gefur áhorfandanum
merki um að hann sé „ON AIR“, eða í
beinni útsendingu, og skapar samskonar
vettvang til speglunar. Þessi framsetning
undirstrikar ennfremur að það eru ekki
síst viðhorf áhorfandans sem eru til
umfjöllunar á sýningunni.
Í fyrrnefndu viðtali við Jón Proppé
talar Rakel McMahon um ábyrgð
áhorfandans og hvernig titill sýningar-
innar biður áhorfandann um að skoða
hvernig hann horfir og hvað hann sjái.
Hún segir: „Þessi titill varpar ábyrgðinni
á áhorfandann, biður áhorfandann um
að líta í eigin barm. Maður er oft fljótur
að dæma það sem maður sér. Eins og
Eva var að segja, maður er með þessi
viðhorf og við erum að biðja þig um að
skoða hvernig þú horfir.“
Sýningin About Looking gerir ein-
mitt það, hún varpar ljósi á þau tjá skipti
sem eiga sér stað milli áhorf andans og
verkanna. Hvernig það að horfa getur
verið fremur afhjúpandi og gildis -
hlaðin athöfn. Eins og áður sagði getur
margt haft áhrif á það hvernig áhorf-
and inn nálgast viðfangsefnið og hvað
hann sér, t.d. kyn, stétt og kyn þáttur,
enda hefur hann valdið ef miðað er
við hugmyndafræði hins kvenlæga og
karllæga sjónarhorns. Verkin undirstrika
þetta flókna hlutverk áhorfandans
sem getur stokkið milli þess að vera
passífur áhorfandi, virkur gerandi og
margslungið viðfang. Þannig mætti
skoða About Looking sem áminningu
um að líta inn á við og nota þannig
tækifærið til að taka stöðuna á eigin
við horfum og gildum. Og nú þegar þú,
lesandi góður, hefur skoðað sýninguna
út frá mínu kvenlæga sjónarhorni
og lesið þig í gegnum viðhorfin mín
og gildi, þá spyr ég: Hvað lestu úr
skriftinni?
M
yn
d
: A
b
o
u
t
Lo
o
ki
n
g