19. júní - 19.06.2018, Blaðsíða 104
102 | 19. júní 2018
og keypt nýtt skrifborð og bókaskápur. Voru
innkaupin gerð með það að sjónarmiði að
hægt væri að létta á skrifstofunni allri og
skapa vinnupláss fyrir annan starfsmann eftir
þörfum.
Félagið tók á árinu á móti fjölda
erlendra blaðamanna, kvenna- og mann-
réttindasamtaka og annarra gesta sem vildu
fræðast um jafnréttismál og stöðu kvenna
hér á Íslandi. Einnig mættu fulltrúar félagsins
í viðtöl við íslenska og erlenda fjölmiðla til
að ræða um jafnréttismál á Íslandi. Áhuginn
á erlendri grundu var sérstaklega mikill í
kjölfar kvennafrísins 2016 og nýrra laga um
jafnlaunavottun sem samþykkt voru á Alþingi
2017.
Starfsmenn
Kvenréttindafélagsins
Hjá Kvenréttindafélagi Íslands er
einn starfsmaður í 100% starfi. Brynhildur
Heiðar- og Ómarsdóttir hefur gegnt starfi
framkvæmdastýru félagsins síðan 2011.
Ásta Jóhannsdóttir, doktorsnemi í
félagsfræði við Háskóla Íslands, starfaði
hjá Kvenréttindafélaginu vorið og sumarið
2017 í hálfu starfi. Vann hún að norrænni
rannsókn um stafrænt ofbeldi. Vilji var
hjá stjórn félagsins til að halda Ástu áfram
í starfi en ekki tókst að fjármagna starf
hennar í lengri tíma en fjóra mánuði. Ljóst
er að til þess að tryggja félaginu farsælan
framgang þarf að tryggja fasta fjármögnun
starfsmanna.
Sesselja María Mortensen var á árinu
starfsnemi hjá Kvenréttindafélagi Íslands
en starf hennar var metið til eininga við
stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Innlend verkefni 2017
Fundir og hátíðir á árinu
Árið 2017 stóð Kvenréttindafélag Íslands
fyrir 11 viðburðum, bæði eitt og í samvinnu við
önnur félög, og fulltrúar félagsins héldu ávörp
og erindi á fjórum viðburðum sem skipulagðir
voru af öðrum aðilum.
Leitast er við að streyma þeim fundum
sem hægt er á netinu og gera upptökur af
þeim aðgengilegar í kjölfar fundanna. Einnig
er leitast við að halda fundi á stöðum þar sem
aðgengi fatlaðra er sem greiðast og bjóða upp
á táknmálstúlkun fyrir þá sem þurfa. Takmarkað
aðgengi er að fundarsal Kvenréttindafélagsins
á Hallveigarstöðum en þar er stólalyfta sem
tekur 225 kg.
WOMeN’S MARcH, ReyKJAVÍK
21. janúar var haldin kröfugangan
Women’s March Reykjavík, systurganga
bandarískrar kröfugöngu fyrir kvenréttindum.
Göngur voru haldnar í 578 borgum út um
allan heim og um fimm milljónir þátttakenda
tóku þátt í mótmælunum. Kvenréttindafélagið
var þátttakandi í skipulagshóp um gönguna
og gengu um 400 manns frá Arnarhól
niður á Austurvöll. Til máls tóku Xárene
Eskandar, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins,
Hilmar Bjarni Hilmarsson, Guðrún Inga
Ingólfsdóttir, Paul Fontaine og Randi W.
Stebbins.
HVAÐ eR SVONA MeRKILegT
VIÐ ÞAÐ? KyNJABILIÐ Á HVÍTA
TJALDINU
24. febrúar voru haldnar pallborðs-
umræður um kynjabilið á hvíta tjaldinu á
kvikmyndahátíðinni Stockfish Film Festival.
Spjallið var skipulagt af Kvenréttindafélagi
Íslands, WIFT á Íslandi og Stockholms
feministiska filmfestival ásamt Stockfish-
hátíðinni. Tilefni umræðanna var
sláandi kynjabil í framboði kvikmynda
í íslenskum kvikmyndahúsum, eins og
kom fram í rannsókn sem Stockholms
feministiska filmfestival vann í samstarfi við
Kvenréttindafélagið og styrkt var af Norrænu
ráðherranefndinni. Við borðið sátu Ása
Baldursdóttir dagskrár- og kynningarstjóri
Bíó Paradísar, Dögg Mósesdóttir formaður
WIFT á Íslandi, Guðrún Helga Jónasdóttir
innkaupastjóri erlends efnis á RÚV, Hlín
Jóhannesdóttir kvikmynda framleiðandi,
Margrét Örnólfsdóttir formaður Félags
leikskálda og handritshöfunda, Laufey
Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmynda-