19. júní


19. júní - 19.06.2018, Blaðsíða 86

19. júní - 19.06.2018, Blaðsíða 86
84 | 19. júní 2018 Þetta er þó engan veginn einhlít regla og oft gengur orðið frá konu til konu og líflegar umræður geta þá skapast og jafnvel farið út um víðan völl, eins og gengur þar sem mörgum konum liggur mikið á hjarta. Starfsemi af þessum toga gæti aldrei gengið snurðulaust án tilkomu einhverrar sem skipuleggur og heldur utan um það sem gert er. Fyrstu 14 árin skiptist þetta hlutverk milli þriggja kvenna sem gegndu því mislengi hver. Þetta voru þær Ragnhildur Vigfúsdóttir, Kristín Edda Gylfadóttir og Þorbjörg Daníelsdóttir. Síðan 2007 hefur sá háttur verið hafður á að sú sem tekur að sér skipulagshlutverkið gegnir því í tvö ár og hefur það fyrirkomulag gefist vel. Svo miklu meira en leshringur Hér að framan er lýst starfi leshrings með nokkurn veginn afmarkað við fangs efni – að lesa góðar bækur um og eftir konur og ræða efni þeirra á reglu legum fundum. En leshringurinn er svo miklu meira en þetta. Í áranna rás hefur skapast sú venja að fara saman í leikhús eða á kvikmyndir og stundum á óperusýningar þegar sýnd eru verk sem varða konur sérstaklega eða þar sem konur eru í aðalhlutverki. Á stundum hefur lesefni hópsins jafnvel verið skipulagt út frá þeim leikritum sem eru framundan á fjölum leikhúsanna. Flest starfsárin hefur hópurinn farið saman á eina eða tvær slíkar sýningar. M yn d : L es h ri n g u r K ve n ré tt in d af él ag si n s Vigdís Finnbogadóttir heimsækir leshring Kvenréttindafélagsins. Frá vinstri, efsta röð: Erla Hjartardóttir, Vigdís Finnbogadóttir, gestur fundarins, Gunnhildur Heiða Axels- dóttir, Bjarney Gísladóttir og Guðrún Thorsteins. Miðröð: Anna Rós Bergsdóttir, Jónína Margrét Guðnadóttir og Björg Einarsdóttir. Neðsta röð: Sigrún Þorvarðardóttir, Helga Skúladóttir, Sigrún Þórisdóttir, Þóra Ásgeirsdóttir og Kristín Edda. Myndin er tekin á heimili Bjarneyjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.