19. júní


19. júní - 19.06.2018, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.2018, Blaðsíða 42
40 | 19. júní 2018 Konur í heilbrigðisþjónustu Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á sér stað innan heilbrigðisþjónustunnar, rétt eins og annars staðar í samfélaginu. Meðfylgjandi eru 53 frásagnir kvenna sem starfa í heilbrigðisþjónustu af kynbundinni mismunun og kynferðislegri áreitni og ofbeldi í starfi. Ljóst er að kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun er vandamál í heilbrigðisþjónustu á Íslandi líkt og á öðrum stöðum í samfélaginu. Vandann má bæði finna í framkomu samstarfsmanna sem og þeirra skjólstæðinga sem nota þjónustuna. Fram hefur komið að engin heilbrigðisstofnun í landinu er laus við þessi vandamál og því þarf að taka á þeim tafarlaust. Konur eiga skilið vinnufrið, að lifa og starfa í öruggu umhverfi og vera lausar við kynbundið misrétti og kynferðislega áreitni af öllum toga í sínum störfum. Birtingarmyndirnar eru fjölmargar og kemur áreitnin alls staðar að úr kerfinu; frá kennurum, stjónendum, samstarfsmönnum og skjólstæðingum. Margar frá- sagnanna snúast um að mörk um eðlileg samskipti eru markvisst ekki virt og hefst það nánast um leið og konur stíga fæti inn í heilbrigðiskerfið sem nemendur. Konum sem lenda í áreitni hefur verið sagt að harka af sér og venjast aðstæðum, sumum jafnvel sagt að þegja eða þeim refsað þegar þær hafa stigið fram og sagt frá. Konum er iðulega sýnt í orði og á borði að þær séu ekki jafnar körlum. Ítrekað eru þær hundsaðar í faglegum samræðum, lítið gert úr fagþekkingu þeirra og vitsmunum og þær gjarnan hlutgerðar og ýtt til hliðar í sínum störfum. Öll eigum við rétt á faglegri heilbrigðisþjónustu og konur í heilbrigðiskerfinu sinna sínu starfi af heilindum og fagmennsku. Þær gera sér fulla grein fyrir því hversu viðkvæmur hópur skjólstæðingar þeirra er og sýna því aðgát og virðingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.