19. júní


19. júní - 19.06.2018, Blaðsíða 110

19. júní - 19.06.2018, Blaðsíða 110
108 | 19. júní 2018 Fulltrúar félagsins mættu einnig á fund nefnda Alþingis í kjölfar umsagna ef þess var óskað. UMSögN UM LeNgINgU FOReLDRA- Og FÆÐINgARORLOFS Og STyRKINgU FÆÐINgARORLOFSSJóÐS 28. febrúar 2017 sendi Kvenréttinda- félagið inn umsögn um frumvarp til laga um lengingu foreldra- og fæðingarorlofs og styrkingu Fæðingarorlofssjóðs. Kvenréttindafélagið fagnaði frum- varpinu sem kvað á um lengingu fæðing ar - orlofs í tólf mánuði og styrkingu Fæðingar- orlofs sjóðs en vildi þó koma á framfæri þeirri skoðun að réttindum á vinnumarkaði ætti ekki að deila með öðrum og félagið teldi því eðlilegt að hvort foreldri um sig ætti sex mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs; að hámarksgreiðslumark Fæðingarorlofssjóðs þyrfti að hækka; og að nauðsynlegt væri að brúa bilið á milli þess þegar fæðingar- og foreldraorlofi lýkur og þegar daggæsla barna er tryggð. UMSögN UM AFNÁM LAgA UM ORLOF HúSMÆÐRA 24. mars 2017 skilaði Kvenréttindafélag Íslands umsögn um frumvarp til laga um afnám laga um orlof húsmæðra. Kvenréttindafélagið var í grund vallar- atriðum sammála því að afnema lög um orlof húsmæðra í núverandi mynd. Félagið lagðist þó gegn því að lög lík þeim sem hér um ræðir, lög sem tryggja ákveðin réttindi kvenna, væru afnumin án þess að gert væri ráð fyrir því að þeir fjármunir sem spöruðust með afnámi laganna yrðu nýttir áfram í þágu kvenna og í þágu jafnréttis kynjanna. UMSögN UM BROTTFALL LAgA UM LÍFeyRISSJóÐ BÆNDA 27. apríl 2017 skilaði Kvenréttindafélag Íslands inn umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda. Kvenréttindafélagið benti á að með niðurfellingu Lífeyrissjóðs bænda væru réttindi maka bænda skert, en í flestum tilvikum væri um að ræða konur sem ekki fengu að greiða sjálfar í sjóðinn fyrr en 1984. Félagið lýsti yfir andstöðu við slíka skerðingu á réttindum kvenna í bændastétt. UMSögN UM JAFNA MeÐFeRÐ óHÁÐ KyNÞÆTTI eÐA ÞJóÐeRNISUPPRUNA 10. maí 2017 skilaði Kvenréttindafélag Íslands inn umsögn um frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna. Kvenréttindafélagið lýsti yfir almennri ánægju með frumvarpið en hafði orð á áhyggj- um af eftirfylgni laganna yrði frumvarpið sam- þykkt en gert væri ráð fyrir því að lögunum yrði framfylgt af Jafnréttisstofu. Taldi félagið að ef Jafnréttisstofu væri ætlað að sinna þeim skyldum sem fram komu í þessu frumvarpi til viðbótar við fyrri skyldur, þyrfti að tryggja og treysta stoðir hennar verulega. UMSögN UM JAFNA MeÐFeRÐ Á VINNUMARKAÐI 10. maí 2017 skilaði Kvenréttindafélag Íslands inn umsögn um frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði. Kvenréttindafélagið lýsti almennri ánægju með frumvarpið sem snerist um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð eða kynvitund. Hvatti félagið til þess að í frumvarpinu væri tekið nánar á fjölþættri mismunun; að teknar væru inn fleiri breytur mismununar; að farið væri betur yfir orðskýringar, m.a. á hugtakinu „kynhneigð“; að staða Jafnréttisstofu sem gert yrði að hafa eftirfylgd með lögunum væri styrkt; að tryggt væri að starfsmönnum og atvinnurekendum yrði kynnt efni laganna. UMSögN UM JAFNLAUNAVOTTUN 10. maí 2017 skilaði Kvenréttindafélag Íslands inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem snerist um jafnlaunavottun. Kvenréttindafélagið fagnaði frumvarp- inu og hvatti til að það fengi jákvæða meðferð á Alþingi. Félagið hvatti þó til að gagnsæi í framkvæmd vottunar væri tryggt; setti út á að starfsmannafjöldi fyrirtækja hefði áhrif á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.