19. júní


19. júní - 19.06.2018, Blaðsíða 109

19. júní - 19.06.2018, Blaðsíða 109
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 107 stóð að halda kynjaþing 28. október 2017 en Alþingiskosningar voru boðaðar með stuttum fyrirvara þann sama dag. Ákveðið var að fresta kynjaþingi fram í mars 2018. Kvennafrí 2016 Kvenréttindafélag Íslands stóð, ásamt fjölda annarra samtaka kvennahreyfingarinnar og samtaka launafólks, fyrir mótmælafundi á Austurvelli 24. október 2016 til að mótmæla kjaramun kynjanna. Félagið hafði umsjón með gerð lokaskýrslu kvennafrísins sem kom út 30. janúar 2017. Kvenréttindafélagið framleiddi á árinu stuttmynd um kvennafríið, Income Equality Now! Women in Iceland Walk Out, sem leikstýrt var af Leu Ævarsdóttur. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifaði handrit, Alexander Hrafn Ragnarsson sá um klippingu og hljóð og Alexander Hrafn Ragnarsson, Eyjólfur Jónsson, Nicola Santoro og Steinunn Ýr Einarsdóttir sáu um kvikmyndatöku. Lagið „Salt“ eftir hljómsveitina Mammút er leikið undir myndinni. Ljósmyndir og annað myndefni fékkst frá RÚV, Zorro2212 hjá Wikimedia Commons, Colores Mari hjá Flickr og Mobilus In Mobili hjá Wikimedia Commons. Sérstakar þakkir við framleiðslu stuttmyndarinnar fá velferðarráðuneytið, Una Torfadóttir, Dögg Mósesdóttir, Halla Kristín Einarsdóttir, Randi Stebbins og Justyna Grosel. Opið hús – Kvennaheimilið Hallveigarstaðir Kvenréttindafélag Íslands býr svo vel að reka Kvennaheimilið Hallveigarstaði í samstarfi við Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenfélagasamband Íslands. Árið 2012 var farið í sérstakt átak til að nýta húsið í þágu kvenna og Kvenréttindafélagið kynnti Hallveigarstaði fyrir ýmsum hópum og veitti milligöngu um að þeir fengju ókeypis aðstöðu fyrir fundarhöld, viðburði og geymslu. Síðastliðinn vetur funduðu meðal annars í húsinu Fjöruverðlaunin – félag um bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi, Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda og W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kvenréttindafélagið tók, í samstarfi við fjölda félagasamtaka hér á landi og erlendis, þátt í að skipuleggja 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 25. nóvember til 10. desember 2017. Ásta Jóhannsdóttir félagskona í Kvenréttindafélaginu skrifaði grein í Fréttablaðið í tilefni átaksins, „Stöðvum stafrænt ofbeldi!“, sem birtist 26. nóvember 2017. Vefir Kvenréttindafélagsins Vefsíða Kvenréttindafélagsins er vistuð undir léninu kvenrettindafelag. is. Síðan er hönnuð af Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur, myndskreytt af Þóreyju Mjallhvíti H. Ómarsdóttur og hýst hjá 1984. Nokkrar undirsíður eru vistaðar á síðunni, mmk.kvenrettindafelag.is sem varðveitir upplýsingar um Menningar- og minningarsjóð kvenna, nam.kvenrettindafelag.is sem hýsir námsefni fyrir framhaldsskólanema í kynjafræði og grunnskoli.kvenrettindafelag.is sem hýsir verkefni ætluð til kennslu í kynjafræði á grunnskólastigi. Kvenréttindafélagið heldur úti vefgátt þar sem erlendir gestir og blaðamenn geta nálgast upplýsingar um stöðu kvenna á Íslandi og jafnrétti kynjanna: kvenrettindafelag.is/useful-resources. Félagið heldur einnig utan um lénin: stodvumhrelliklam.is, kynjathing.is, kvennafri.is og feministinn.is. Fylgjendum Kvenréttindafélagsins á Facebook fjölgar stöðugt og voru 3.931 í árslok 2017. Fylgjendur félagsins á Twitter voru á sama tíma 464. Umsagnir og skýrslur Kvenréttindafélagið skrifaði á árinu níu umsagnir um lagafrumvörp og eina umsögn um reglugerð á vegum velferðarráðuneytisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.