19. júní - 19.06.2018, Qupperneq 110
108 | 19. júní 2018
Fulltrúar félagsins mættu einnig á fund nefnda
Alþingis í kjölfar umsagna ef þess var óskað.
UMSögN UM LeNgINgU
FOReLDRA- Og FÆÐINgARORLOFS
Og STyRKINgU
FÆÐINgARORLOFSSJóÐS
28. febrúar 2017 sendi Kvenréttinda-
félagið inn umsögn um frumvarp til laga
um lengingu foreldra- og fæðingarorlofs og
styrkingu Fæðingarorlofssjóðs.
Kvenréttindafélagið fagnaði frum-
varpinu sem kvað á um lengingu fæðing ar -
orlofs í tólf mánuði og styrkingu Fæðingar-
orlofs sjóðs en vildi þó koma á framfæri þeirri
skoðun að réttindum á vinnumarkaði ætti
ekki að deila með öðrum og félagið teldi
því eðlilegt að hvort foreldri um sig ætti sex
mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs;
að hámarksgreiðslumark Fæðingarorlofssjóðs
þyrfti að hækka; og að nauðsynlegt væri að
brúa bilið á milli þess þegar fæðingar- og
foreldraorlofi lýkur og þegar daggæsla barna
er tryggð.
UMSögN UM AFNÁM LAgA UM
ORLOF HúSMÆÐRA
24. mars 2017 skilaði Kvenréttindafélag
Íslands umsögn um frumvarp til laga um afnám
laga um orlof húsmæðra.
Kvenréttindafélagið var í grund vallar-
atriðum sammála því að afnema lög um orlof
húsmæðra í núverandi mynd. Félagið lagðist
þó gegn því að lög lík þeim sem hér um ræðir,
lög sem tryggja ákveðin réttindi kvenna, væru
afnumin án þess að gert væri ráð fyrir því að
þeir fjármunir sem spöruðust með afnámi
laganna yrðu nýttir áfram í þágu kvenna og í
þágu jafnréttis kynjanna.
UMSögN UM BROTTFALL LAgA UM
LÍFeyRISSJóÐ BÆNDA
27. apríl 2017 skilaði Kvenréttindafélag
Íslands inn umsögn um frumvarp til laga um
brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda.
Kvenréttindafélagið benti á að með
niðurfellingu Lífeyrissjóðs bænda væru réttindi
maka bænda skert, en í flestum tilvikum væri
um að ræða konur sem ekki fengu að greiða
sjálfar í sjóðinn fyrr en 1984. Félagið lýsti yfir
andstöðu við slíka skerðingu á réttindum
kvenna í bændastétt.
UMSögN UM JAFNA MeÐFeRÐ
óHÁÐ KyNÞÆTTI eÐA
ÞJóÐeRNISUPPRUNA
10. maí 2017 skilaði Kvenréttindafélag
Íslands inn umsögn um frumvarp til laga
um jafna meðferð óháð kynþætti eða
þjóðernisuppruna.
Kvenréttindafélagið lýsti yfir almennri
ánægju með frumvarpið en hafði orð á áhyggj-
um af eftirfylgni laganna yrði frumvarpið sam-
þykkt en gert væri ráð fyrir því að lögunum
yrði framfylgt af Jafnréttisstofu. Taldi félagið
að ef Jafnréttisstofu væri ætlað að sinna þeim
skyldum sem fram komu í þessu frumvarpi til
viðbótar við fyrri skyldur, þyrfti að tryggja og
treysta stoðir hennar verulega.
UMSögN UM JAFNA MeÐFeRÐ Á
VINNUMARKAÐI
10. maí 2017 skilaði Kvenréttindafélag
Íslands inn umsögn um frumvarp til laga um
jafna meðferð á vinnumarkaði.
Kvenréttindafélagið lýsti almennri
ánægju með frumvarpið sem snerist um jafna
meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti,
þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri
starfsgetu, aldri, kynhneigð eða kynvitund.
Hvatti félagið til þess að í frumvarpinu væri
tekið nánar á fjölþættri mismunun; að teknar
væru inn fleiri breytur mismununar; að farið
væri betur yfir orðskýringar, m.a. á hugtakinu
„kynhneigð“; að staða Jafnréttisstofu sem
gert yrði að hafa eftirfylgd með lögunum væri
styrkt; að tryggt væri að starfsmönnum og
atvinnurekendum yrði kynnt efni laganna.
UMSögN UM JAFNLAUNAVOTTUN
10. maí 2017 skilaði Kvenréttindafélag
Íslands inn umsögn um frumvarp til laga
um breytingu á lögum um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla sem snerist um
jafnlaunavottun.
Kvenréttindafélagið fagnaði frumvarp-
inu og hvatti til að það fengi jákvæða meðferð
á Alþingi. Félagið hvatti þó til að gagnsæi í
framkvæmd vottunar væri tryggt; setti út á
að starfsmannafjöldi fyrirtækja hefði áhrif á