19. júní - 19.06.2018, Page 86
84 | 19. júní 2018
Þetta er þó engan veginn einhlít regla
og oft gengur orðið frá konu til konu
og líflegar umræður geta þá skapast og
jafnvel farið út um víðan völl, eins og
gengur þar sem mörgum konum liggur
mikið á hjarta.
Starfsemi af þessum toga gæti
aldrei gengið snurðulaust án tilkomu
einhverrar sem skipuleggur og heldur
utan um það sem gert er. Fyrstu 14
árin skiptist þetta hlutverk milli þriggja
kvenna sem gegndu því mislengi hver.
Þetta voru þær Ragnhildur Vigfúsdóttir,
Kristín Edda Gylfadóttir og Þorbjörg
Daníelsdóttir. Síðan 2007 hefur sá
háttur verið hafður á að sú sem tekur
að sér skipulagshlutverkið gegnir því í
tvö ár og hefur það fyrirkomulag gefist
vel.
Svo miklu meira en
leshringur
Hér að framan er lýst starfi
leshrings með nokkurn veginn
afmarkað við fangs efni – að lesa góðar
bækur um og eftir konur og ræða
efni þeirra á reglu legum fundum.
En leshringurinn er svo miklu meira
en þetta. Í áranna rás hefur skapast
sú venja að fara saman í leikhús
eða á kvikmyndir og stundum á
óperusýningar þegar sýnd eru verk sem
varða konur sérstaklega eða þar sem
konur eru í aðalhlutverki. Á stundum
hefur lesefni hópsins jafnvel verið
skipulagt út frá þeim leikritum sem eru
framundan á fjölum leikhúsanna. Flest
starfsárin hefur hópurinn farið saman
á eina eða tvær slíkar sýningar.
M
yn
d
: L
es
h
ri
n
g
u
r
K
ve
n
ré
tt
in
d
af
él
ag
si
n
s
Vigdís Finnbogadóttir heimsækir leshring Kvenréttindafélagsins.
Frá vinstri, efsta röð: Erla Hjartardóttir, Vigdís Finnbogadóttir, gestur fundarins, Gunnhildur Heiða Axels-
dóttir, Bjarney Gísladóttir og Guðrún Thorsteins. Miðröð: Anna Rós Bergsdóttir, Jónína Margrét Guðnadóttir
og Björg Einarsdóttir. Neðsta röð: Sigrún Þorvarðardóttir, Helga Skúladóttir, Sigrún Þórisdóttir, Þóra
Ásgeirsdóttir og Kristín Edda. Myndin er tekin á heimili Bjarneyjar.