19. júní - 19.06.2018, Side 19
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 17
tæknistörfin. Sólrún kom á samstarfi
við Árbæjarskóla þar sem nemendum
gefst kostur á að taka áfanga í OR,
mæta einu sinni í viku til að fræðast um
starfsemina og gera verkefni um iðn- og
tæknistörf með góðum árangri. „Fjöldi
nemenda, bæði strákar og stelpur, hefur
farið í kjölfarið í iðn- og tækninám og
flestir segjast líta öðrum augum á slíkt
nám eftir áfangann. Við fjölguðum líka
nemastöðum hjá fyrirtækinu, eyrna-
merkjum nú nemastöður ákveðnum
fjölda kvenna og höfum verið í ýmsu
samstarfi við háskólana til að vekja
athygli á okkar geira. En því miður
virðist þetta átak, að fjölga konum í
raungreinum og iðnstörfum, ekki skila
fleiri konum inn í þessa geira. Miðað
við hvernig aukin fjölbreytni innan OR
hefur skilað okkur betra fyrirtæki og
breytt fyrirtækjamenningunni til hins
betra, þá er það synd,“ segir Sólrún.
Fólust einhverjir erfiðleikar eða
hindr anir í að innleiða jafnlauna
staðal inn og útrýma kynbundna launa
muninum?
„Það er ríkjandi viðhorf fyrirtækja,
bæði hér á landi og erlendis, að það sé
bæði kostnaðarsamt og erfitt að inn-
leiða jafnlaunastaðal innan fyrirtækis
og leiðrétta kynbundinn launamun. Mér
finnst þetta mjög fyndin umræða í ljósi
þess að það hafa gilt lög á Íslandi frá
árinu 1961 sem kveða á um að fyrirtæki
eigi að greiða jöfn laun óháð kyni. Ef
fyrirtæki er staðið að því að brjóta lög
í öðrum málaflokki en þessum væri
ekki annað til umræðu en að laga það.
Ég skil ekki að það sé til umræðu hve
kostnaðarsamt og erfitt það sé að laga
það sem er ólöglegt. Ef verið er að mis-
muna ákveðnum hópi innan fyrir tækis,
þá ber einfaldlega að laga það, það er
ekkert spurning um kostnað. Eins er ég
líka algjörlega ósammála umræðu um
hve erfiðar þessar aðgerðir séu. Þær eru
ekkert erfiðari en ýmsar aðrar kröfur
sem settar eru á fyrirtæki um aðbúnað,
uppsetningu vinnustaða, framkomu
við starfsfólk og svo framvegis. Ekki
er kvartað svona mikið yfir slíkum
aðgerðum. Mér finnst í raun ótrúlegt
að fólk leyfi sér að hrópa svona hátt
um þetta en þessar háværu raddir eru
einmitt hluti af því kynbundna misrétti
sem þrífst á vinnumarkaðnum. Ef
fyrirtæki gera ekki neitt, þá breytist ekki
neitt. Þótt flestir styðji eflaust jafnrétti
er það ekki nóg. Til að ná árangri þarf
að fremja jafnrétti,“ segir Sólrún að
lokum.