19. júní - 19.06.2018, Page 29
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 27
frá stéttarfélögum, vinnuveitendum og
stjórnvöldum.
Þótt #MeToo hafi eðlilega vakið
athygli víða um heim eru femínískar
byltingar síður en svo nýmæli hér á
landi. Við erum kvenþjóðin sem tók
sér kvennafrí 24. október 1975 og
oft á þeim degi síðan, við frelsuðum
geirvörtuna, við settum appelsínugular
eða gular myndir á samfélagsmiðla
undir myllumerkinu #konurtala, sögðum
sögur okkar í BeautyTips-byltingunni,
göngum druslugöngu á hverju ári og
svo mætti lengi telja. Við höfum því
drjúgan brunn að leita í þegar kemur
að frásögnum af kynbundnu ofbeldi
og þær byltingar lögðu grunninn að
þeim áhrifum sem #MeToo hefur haft
hér á landi. Af einhverjum ástæðum er
eins og #MeToo hafi verið kornið sem
fyllti mælinn hjá einhverjum – þótt sá
mælir hafi verið löngu fullur svo út úr
flóði hjá öðrum. Munurinn er kannski
sá að núna er ekki lengur hægt að tala
um einstök tilfelli og áherslan er ekki
eingöngu lögð á það sem kalla má
alvarlegt ofbeldi heldur á hegðun og
atburði sem hefur mátt telja til daglegs
lífs hjá þorra kvenna. Þegar horft er til
fjölda undirskrifta og frásagna kvenna
af kynbundinni mismunun og ofbeldi
er ekki lengur hægt að láta sem slíkt sé
undantekning fremur en regla. Þjóðinni
og heiminum öllum virðist loks vera að
skiljast að næstum hver einasta kona
hefur upplifað að vera mismunað vegna
kynferðis og oftar en sjaldnar þurft að
sæta athugasemdum, óvelkomnum
snertingum og ofbeldi fyrir það eitt að
vera kona.
Og áhrifanna er strax farið að
gæta. #MeToo hefur hlotið fastan sess
í tungumálinu, fólk talar um að hitt
og þetta hafi gerst „í kjölfar #MeToo“
eða „beri að skoða með hliðsjón af
#MeToo“. Og þegar varaþingmaður
áreit ir konur á þingveislu er sagt: „Missti
hann af #MeToo?“ Og hér er hvorki
#M
eT
oo
-s
ög
ur
le
sn
ar
í
Bo
rg
ar
le
ik
hú
si
nu
1
0.
d
es
em
be
r
20
17
. M
yn
d:
Á
rn
i S
æ
be
rg
/
m
bl
.is