19. júní


19. júní - 19.06.2018, Page 37

19. júní - 19.06.2018, Page 37
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 35 Orð eru til alls fyrst – hlustum, ræðum, breytum! #þögninrofin #MeToo #höfumhátt Kvenfyrirlitning, kynbundið og kynferðislegt áreiti er vandamál í öllum lögum samfélagsins, einnig innan réttarvörslukerfisins. Meðfylgjandi eru sögur kvenna sem lýst hafa reynslu sinni og upplifun. *** Fyrir okkur öllum er að málast upp mynd af samfélagi þar sem konur, sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi, áreiti, niður lægingu og smánun, eru ekki í fámennum jaðarhópi heldur úr öllum kimum þjóðfélagsins. Fyrir okkur birtist sá veruleiki að það heyri ekki til undantekninga að konur verði fyrir einhverskonar áreiti, ofbeldi eða smættun á lífsleiðinni. Þvert á móti virðist þetta vera upplifun flestra kvenna á einhverjum tímapunkti, í námi, á vinnumarkaði eða í einkalífi, sem jafn- vel hefur ógnað bæði félagslegu og fjár- hagslegu öryggi þeirra. Sögur kvennanna eru allt frá því að vera hæðnislegar athugasemdir um klæðaburð, útlit og vitsmuni til þess að vera ofbeldi í sinni verstu mynd. Það er mikilvægt fyrir okkur öll sem hlustum, upplifum og tökum þátt í þessari umræðu að hún fái að vera einmitt það; umræða og samtal um þessa meinsemd. Við þurfum öll að hlusta og leyfa konum og körlum að tjá sig um þessi mál. Orð eru til alls fyrst og við þurfum að gefa umræðunni tíma og svig rúm til að gerjast án þess að fara í vörn eða sókn. Tilgangur umræðunnar er að leyfa þessu öllu að koma upp á yfirborðið þannig að við horfum á það, sjáum hegðunina fyrir það sem hún er og finnum leiðir til að breyta þessari menningu. Engu verður breytt nema við byrjum á að viðurkenna vandann. Hlustum á þau sem segja frá og tölum um þetta hvert við annað. Þannig vinn um við okkur saman út úr þessari meinsemd. Konur innan réttarvörslukerfisins krefjast þess að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreiti verði sett í forgang og að allir vinnuveitendur taki ábyrgð á að uppræta vandamálið. Kynbundið áreiti, mismunun eða ofbeldi á ekki að líðast og krefjast konur þess að á þær sé hlustað og að allir samverkamenn taki ábyrgð á því að breyta til betri vegar. Konur úr réttarvörslukerfinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.