19. júní - 19.06.2018, Síða 41
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 39
#MeToo #fimmtavaldið
Konur í fjölmiðlum hafa þagað
allt of lengi, rétt eins og konur í öðrum
stéttum. Við þegjum ekki lengur.
Við stígum fram og vekjum athygli
á áreitni, kynbundinni mismunun og
kynferðisofbeldi sem hefur fengið að
þrífast gagnvart konum í fjölmiðlum.
Við lýsum yfir stuðningi við þær
konur sem hafa þegar látið rödd sína
hljóma og tekið þátt í þeirri byltingu
sem nú á sér stað um allan heim þar
sem konur taka höndum saman, konur
í ákveðnum starfsstéttum standa saman
og safna reynslusögum af kynferðislegri
áreitni, óviðeigandi snertingum, óvel-
komnum athugasemdum og þaðan af
verra. Þannig er samt hversdagslegur
veru leiki kvenna enn í dag, á 21. öldinni
í samfélagi þjóðar sem jafnan er kennd
við mesta kynjajafnrétti í heiminum. Við
erum komin langt, en við þurfum að
kom ast enn lengra.
Sú bylting sem nú stendur yfir
hefur verið kennd við Weinstein-áhrifin
eftir að konur fóru að greina frá kyn-
ferðislegri áreitni þessa áhrifamanns
í Hollywood, #MeToo. Hér á Íslandi
voru konur í stjórnmálum fyrstar og
sögðu sínar sögur með myllumerkinu
#ískuggavaldsins. Konur í sviðslistum
og kvikmyndagerð kenndu sig við
myllumerkið #tjaldiðfellur.
Konur í fjölmiðlum vinna beinlínis
við að koma upp um spillingu, segja
frá ofbeldi og kúgun, ljóstra upp
um leyndarmál sem skipta máli fyrir
þjóðfélagið og borgara þess. Það er því
ekki nema eðlilegt að við sameinaðar
tökum þetta skref saman og sýnum
samfélaginu öllu hvernig viðmóti og
hegðum við mætum í okkar vinnu.
Núverandi ástand er ekki boðlegt.
Við krefjumst breytinga og skorum á
íslenska fjölmiðla að taka meðfylgjandi
frásagnir alvarlega, setja sér siðareglur
varðandi áreitni og kynferðislegt ofbeldi,
og fylgja þeim eftir. Gjarnan er talað um
fjölmiðla sem fjórða valdið. Við komum
hér saman undir formerkjum fimmta
valdsins #fimmtavaldið. Sameinaðar
höfum við áhrif.
Þær sem taka þátt í þessari áskorun
hafa sett nafn sitt hér að neðan, ásamt
nafni fjölmiðils sem þær starfa eða
hafa starfað hjá. Auk þess hafa margar
einnig deilt reynslusögum sem fylgja
nafnlausar með.
Konur í fjölmiðlum