19. júní - 19.06.2018, Page 48
46 | 19. júní 2018
Konur í prestastétt búa, líkt og aðrar konur, við
kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á vinnustöðum
sínum. Gerendur eru yfirmenn, samstarfsfólk, sjálf-
boðaliðar og þau sem nýta sér þjónustu kirkjunnar.
Allar konur eiga rétt á að starfa í öruggu
umhverfi, vera lausar við kynbundið ofbeldi, áreitni
og mismunun af öllu tagi í sínum störfum. Frásagnir
prestvígðra kvenna sem starfa í þjóðkirkjunni sýna
svart á hvítu að breytinga er þörf.
Þjóðkirkjan hefur líkt og mörg önnur
félagasamtök og stofnanir markað stefnu og búið til
úrræði í þessum málum en sögur kvenna í kirkjunni
sýna að mikið verk er óunnið þar sem annars staðar í
samfélaginu.
Við undirritaðar skorum á biskup Íslands,
kirkjuráð, kirkjuþing, presta og sóknarnefndir að beita
sér fyrir siðbót hvað varðar vinnuumhverfi kvenna,
prestvígðra og annarra, í kirkjunni.
Undir þessa yfirlýsingu skrifa konur í prestastétt.
Ekki er víst að náðst hafi í allar prestvígðar konur við
gerð þessarar áskorunar.
Konur í prestastétt