19. júní


19. júní - 19.06.2018, Side 51

19. júní - 19.06.2018, Side 51
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 49 heimilisofbeldis, kynferðisofbeldis og jafnvel mansals, er markvisst haldið í viðkvæmri stöðu sem jafnvel er notuð gegn þeim. Gáfaðar, menntaðar, sterkar og fallegar konur flytja hingað til lands ala með sér sömu drauma og vonir og íslenskar konur um bjarta framtíð og velgengni. Þegar þessar konur sjá drauma og vonir verða að engu vegna kerfisbundinna fordóma, vanrækslu og mismununar, er þeim þröngvað í hlutverk fórnarlambs sem oftar en ekki er upp á kvalara sinn komið. Konur af erlendum uppruna krefjast nú sömu athygli og íslenskar kynsystur þeirra og að samfélagið bregðist við þeirra frásögnum með sama hætti og frásögnum íslenskra kvenna. Fyrirtæki, samtök, íþróttafélög og sveitarfélög setja nú saman aðgerðaáætlanir og verkferla sem útrýma eiga kynferðislegri mismunun, misnotkun og áreiti. Innan þessara áætlana og ferla þarf að vera pláss fyrir konur af erlendum uppruna. Þar þarf að horfa sérstaklega til valdeflingar þessa viðkvæma hóps, sem þarf ekki bara að eiga sína rödd. Sú rödd þarf líka að njóta skilnings og virðingar. Við viljum að vinnuveitendur tryggi það að við séum upplýstar um réttindi okkar og að verkferlar séu skýrir og boðleiðir greiðar þegar við þurfum að vernda réttindi okkar sjálfra. Innan heilbrigðiskerfisins, vel- ferð ar kerfisins og dómskerfisins þurfa íslensk stjórnvöld, bæði ríki og sveitar- félög, að tryggja það að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína. Margar okkar hafa þjáðst í þögn þegar við höfum hvorki haft þekkingu á eða borið traust til þessara þriggja kerfa sem eru uppistaða öryggisnetsins sem hvert heilbrigt samfélag passar að séu aðgengileg fyrir alla þá sem á þurfa að halda. Til að grípa þá sem minnst mega sín. Og til að tryggja að grundvallar mannréttindi séu virt þannig að enginn þurfi að líða fyrir uppruna sinn eða litarhátt, trú sína eða kynhneigð. Við ætlum ekki lengur að standa hjá í þögn. Við höfum fundið okkur vettvang til að standa saman og teygjum okkur nú til samfélagsins sem við búum í, elskum og vinnum í, til að standa með okkur. #MeToo er #VIÐlíka hreyfing þar sem við stöndum stoltar til að bjóða mismunun og misnotkun byrginn. Konur af erlendum uppruna geta líka látið í sér heyra. Þær frásagnir sem koma hér á eftir þarf að lesa með gleraugum virðingar, skilnings og varfærni. Þessar hugrökku konur hafa valið að deila þessum sársaukafullu frásögnum undir nafnleysi. Við biðjum um að lesendur nýti þær tilfinningar sem kunna að vakna við lesturinn til að finna leiðir til að bæta stöðu okkar og brúa það bil sem myndast hefur á milli okkar og annarra í samfélaginu. 
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.