19. júní - 19.06.2018, Side 60
58 | 19. júní 2018
hefur verið að tiltekin hegðun sem lýst
hafi verið í reynslusögum þeirra kvenna
sem stigið hafa fram hér á landi sé
ekki „nægilega alvarleg“ til að teljast
vera áreitni. Í sumum tilfellum liggur í
orðunum að konur eigi bara að herða
sig. Við því er að segja að það er ekki
annarra að meta hvernig við upplifum
samskipti eða tiltekna hegðun heldur
okkar sjálfra. Markmið og tilgangur
þessara skilgreininga á áreitni og
ofbeldi er einmitt að tryggja að við mat
á aðstæðum sé horft til þess hvenær
þolandi upplifir að farið hafi verið yfir
hans mörk.
Birtingarmyndir áreitni og ofbeldi
geta verið fjölbreyttar og í mörgum
reynslusögum kvenna hér á landi hefur
komið fram að erfitt geti verið að festa
hönd á þeim skilaboðum sem send
eru með augngotum eða hegðun sem
gefur eitthvað kynferðislegt til kynna.
Því má benda á að áreitni getur verið
orðbundin eða líkamleg en einnig
táknræn. Samkvæmt lögunum skiptir
því ekki máli hvort áreitnin eða ofbeldið
er eitthvað sem er sagt, eitthvað sem er
gefið til kynna með látbragði eða öðrum
táknrænum hætti eða með líkamlegri
snertingu, allt er það bannað.
Orðbundið
Þrýstingur um kynferðis-
lega greiða
Óvelkomin kynferðisleg
eða kynbundin stríðni,
grín, athugasemdir eða
spurningar
Persónulegar spurningar
um einkalíf eða kynlíf
eða að breiða út orðróm
um kynferðislega hegðun
einstaklings
Kynbundnar eða kyn-
ferðis legar athuga semdir
um klæðnað eða útlit
ein staklings
Óviðeigandi og/eða
þrálát boð á stefnumót
Að láta starfsmann klæðast
á kynferðislegan eða kyn-
bundinn hátt við vinnu
Táknrænt
Óvelkomnar kynferðis-
legar augngotur eða
önnur hegðun sem gefur
eitthvað kynferðislegt
til kynna
Flauta á eftir einstaklingi
Sýna eða senda kynferðis-
legt efni, s.s. gegnum
SMS, tölvupóst eða
samfélags miðla
Að hengja upp
plaköt, dagatöl eða
myndefni sem innihalda
kynferðislegt efni eða
niðurlægja annað kynið
Líkamlegt
Nauðgun eða tilraun til
kynferðislegs ofbeldis
Hrista, slá, sparka, bíta
eða rassskella
Óvelkomin faðmlög,
kossar, klapp eða strokur
Að fara inn á persónulegt
rými einstaklings, s.s.
með því að halla sér
yfir eða króa af enda sé
hegðunin óvelkomin
Óvelkomin snerting,
grip og þukl
Dæmi um kynbundna áreitni,
kynferðislega áreitni og ofbeldi