19. júní


19. júní - 19.06.2018, Blaðsíða 61

19. júní - 19.06.2018, Blaðsíða 61
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 59 Kynbundin áreitni er líklega það hugtak sem fæstir höfðu þekkingu á þegar #MeToo-umræðan hófst og því er rétt að fjalla sérstaklega um það hér. Algengt er að slík áreitni tengist einhvers konar mismunun á vinnustað. Eitt dæmi um birtingarmynd er stríðni eða athugasemdir sem gera lítið úr öðru kyninu eða ýta undir staðalímyndir kynjanna. Taki viðkomandi ekki vel í það er iðulega svarið að viðkomandi hafi ekki húmor eða eigi að slappa af. Annað dæmi eru athugasemdir um klæðnað einstaklings eða að láta starfsfólk klæðast á kynbundinn hátt við vinnu, s.s. í stuttu pilsi eða háhæluðum skóm. Í tengslum við verkefni í starfi getur kynbundin áreitni varðað úthlutun verkefna, námsferða, framgang í starfi og ábyrgð. Jöfn staða kvenna og karla Jafnréttislögin hafa það markmið að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þar segir einnig að allir einstaklingar skuli eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni. BANN VIÐ MISMUNUN Það er grundvallaratriði í lögunum að starfsfólk eigi rétt á að því sé ekki mismunað á vinnustað á grundvelli kyns. Það þýðir að það á ekki að verða fyrir óhagstæðari meðferð en einstaklingur af gagnstæðu kyni. Hvers konar ákvörðun atvinnurekanda, vinnuskilyrði, viðmið eða ráðstöfun á ekki að koma verr við annað kynið. Dæmi þar um er umsókn um starf, stöðuhækkun, stöðubreyting, náms leyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og vinnuskilyrði. Allir eiga að hafa rétt á sömu möguleikum, t.d. varð andi endurmenntun, símenntun, starfs þjálfun og til að sækja námskeið sem eru haldin til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf og samstarfsmenn af gagnstæðu kyni á vinnustaðnum. Meðganga, barnsburður, fæðingar- eða foreldraorlof mega heldur ekki hafa neikvæð áhrif á framangreint. Flest hafa heyrt af jafn launa regl- unni sem felur í sér að starfsfólk eigi rétt á að fá greidd jöfn laun, njóta sömu kjara eða þóknunar, beint eða óbeint, frá atvinnurekanda og samstarfsmenn af gagnstæðu kyni fyrir sama eða jafnverðmætt starf. Þeir mega líka alltaf segja frá laununum sínum, jafnvel þótt ráðn ingarsamningur segi að laun séu trún aðar mál. Þá á starfsfólk rétt á að sam- ræma starfsskyldur og ábyrgð gagn- vart fjölskyldu, t.d. með auknum sveigjan leika í skipulagningu vinnu og vinnutíma þar sem er tekið jafnt tillit til þarfa starfsfólksins og þarfa vinnu staðarins. Reynslan sýnir þó að almennt er meiri þörf á að vinnustaðir þar sem meirihluti starfsmanna er karlar virði þessa lagaskyldu og grípi til nauðsynlegra ráðstafana til að gera körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Hin hliðin á þeim peningi er að þá dreifist ábyrgðin heima við á svokölluðum ólaunuðum störfum jafnar á kynin sem aftur hefur áhrif á þátttöku og möguleika kvenna á vinnumarkaði. VöLD Og ÁByRgÐ #MeToo-byltingin hefur sýnt okkur að þetta vandamál snýst ekki eingöngu um áreitnina heldur einnig valdastöðu, hvort sem hún er formleg eða óformleg. Dæmi þar um er aldursmunur, að annað kynið sé í meiri- hluta á vinnustað, kynjahlutföll í stjórn- unarstöðum o.s.frv. Samkvæmt jafn - réttislögum eiga atvinnurekendur að vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan vinnustaðar síns og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.