19. júní - 19.06.2018, Page 78
76 | 19. júní 2018
Maríur og að hlutirnir muni fara í rétta
átt sama hvað það heitir. Þannig að
maður hafi eitthvert svona haldreipi.“
Jóní: „Fólk hefur alltaf þurft að
hafa trúarbrögð, alltaf trúað á eitthvað.
Nú erum við búin að trúa á peninga
ógeðslega lengi og við sjáum hvert það
er að fara með okkur. Það er allavega
ekki hægt að hafa það sem einu
trúarbrögðin.“
Já þetta að trúa á eitthvað, þetta
„eitthvað“ hefur alltaf verið sprottið
upp úr sömu gildunum og sömu sjónar
miðunum. Það er oft verið að predika
það sama öld eftir öld, ár eftir ár en það
mætti kannski endurskoða það? Rekja
það upp og gá hvort við getum prjónað
eitthvað nýtt úr því?
Jóní tekur undir: „Jú algerlega og
innan kirkjunnar …“ Eirún: „... erum
við ekkert að segja neitt nýtt, þar er
mikil endurskoðun.“ Jóní: „Það eru til
femínískar sellur innan kirkjunnar sem
eru búnar að „agitera“ og spá og spjalla
um þetta í langan tíma. Við erum bara
að gera okkar „take“ á þetta og horfa
á þennan atburð út frá myndlistinni og
spyrja auka- eða hliðarspurninga.“
Í vernduðu umhverfi mynd list-
ar innar gefst tóm til að endurskoða
hug myndir fyrri tíma. Og að fyrirmynd
vatnsins og með sjónarhorn Aqua
Maríu erum við hvött til að finna nýtt
haldreipi á okkar eigin forsendum.
Valda strúktúrinn verður mögulega
flatari, eins og sjóndeildarhringurinn,
en breytingarnar ólgandi eins og hafið.
Sam taka mátturinn vinnur smám saman
á trúarlegu og pólítísku predikunar-
forminu þar til það er ekki aðeins á
herðum efsta hluta píramídans að
ákvarða hvert leiðin liggur í framtíðinni.
Aqua María er svo sannarlega mjúkt
pönk í fræðum og framkvæmd. Hvort
sem komandi tímar verða undir áhrif-
um fiska eða vatnsbera, þá er það
máttur vatnsins sem ryður sér til
rúms, með einni manneskju, tveimur
lófum og einum dropa í einu.
M
yn
d
: A
q
u
a
M
ar
ía