19. júní - 19.06.2018, Page 95
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 93
frá ýmsum vinsamlegum ábendingum
sem hún sjálf fékk þegar hún fyrst kynnti
sig sem femínista.
Chimamanda Ngozi Adichie vill að
við látum rætast drauma okkar um rétt-
látari heim glaðari karla og kvenna sem
eru sjálfum sér samkvæmari. Og til þess
að svo megi verða byrjum við á því að ala
dætur okkar og syni upp á nýjan hátt.
Guðrún Andrésdóttir
Aðrar áhugaverðar bækur
Ekki gafst tækifæri til að fjalla um allar
femínískar bækur sem komu út á síðasta ári
á þessum síðum og hvetjum við lesendur
því til að kíkja einnig á ævisögurnar Minn
tími. Saga Jóhönnu Sigurðardóttur
eftir Pál Valsson, Anna. eins og ég
er, saga önnu Kristjánsdóttur
eftir Guðríði Haraldsdóttur og ég er
Malala. Stelpan sem barðist fyrir
menntun og var skotin í höfuðið
af Talíbönum eftir Malölu Yousafzai
og Christinu Lamb í þýðingu Katrínar
Harðardóttur. Auk þeirra var ævisaga
Elínborgar Lárusdóttur Tvennir tímar
endurútgefin á síðasta ári, nú með nýjum
formála Guðna Th. Jóhannessonar og
eftirmála eftir Soffíu Auði Birgisdóttur.
Af áhugaverðum skáldsögum má
nefna: Perlan. Meint skinkuvæðing
íslensku kvenþjóðarinnar í kjölfar
efnahagshrunsins eftir Birnu Önnu
Björnsdóttur og tvær nýjar þýðingar
á verkum Virginiu Woolf, Orlandó.
Ævisaga sem Soffía Auður Birgisdóttir
þýddi og Mrs. Dalloway í þýðingu Atla
Magnússonar. Einnig viljum við benda á
bókina Svar Soffíu en þar er að finna
tvær nóvellur eftir Soffíu Tolstaju sem
hún skrifaði sem andsvar við „Kreutzer-
sónötu“ eiginmanns síns, Leós Tolstoj,
sem jafnframt er birt í bókinni. Þýðingar
önnuðust þau Ingibjörg Elsa Björnsdóttir,
Benedikt S. Lafleur og Vita V.S. Lafleur.
Að lokum má benda á barnabókina
Áfram Sigurfljóð en það er Sigrún
Eldjárn sem skrifar og myndskreytir.
Takk fyrir stuðninginn!