19. júní - 19.06.2018, Page 96
94 | 19. júní 2018
Hvað er að ske?
Bréf frá Norðurlöndunum
M
yn
d
: S
ø
re
n
S
ig
fu
ss
o
n
/
n
o
rd
en
.o
rg
Danmörk
Sine Tarby
stjórnarkona í Dansk Kvindesamfund
Danmörk hefur löngum þótt í fremstu röð þegar kemur
að jafnrétti kynjanna. Nú er landið hins vegar fallið niður í
14. sæti á kynjajafnréttislista World Economic Forum á meðan
hin Norðurlandaríkin eru meðal þeirra sem skipa fimm efstu
sætin.
Þrátt fyrir takmarkaðan áhuga stjórnvalda á málaflokknum,
eða kannski einmitt vegna hans, komust ýmis femínísk málefni í hámæli á síðasta
ári, bæði í fjölmiðlum og meðal almennings. Það var ekki síst fyrir tilstilli #MeToo
að áhugi á hlutskipti kvenna kviknaði á ný. Fyrir utan umfjöllun um kynferðislega
áreitni og ofbeldi var ljósi einnig varpað á önnur vandamál, svo sem að kynbundinn
launamunur í Danmörku er 17%, að innan við 10% feðra taka foreldraorlof og
að rúmlega 33.000 konur verða fyrir heimilisofbeldi á ári hverju (og eru þá aðeins
taldar þær sem verða fyrir líkamlegu ofbeldi).
Ef til vill er það sú staðreynd að við stóðum lengi framarlega í jafnréttismálum
sem þvælist fyrir okkur núna. Margir, og þá sérstaklega Danir, telja að hér ríki
algjört kynjajafnrétti. En sjái maður Danmörku fyrir sér sem land þar sem kynin
fái greidd jafnhá laun, tíðni kynferðisofbeldis sé lág og menn í feðraorlofi
spásseri upp og niður göturnar – þá er verið að rugla okkur saman við einhverja
af norrænu nágrönnunum okkar.