19. júní


19. júní - 19.06.2018, Side 103

19. júní - 19.06.2018, Side 103
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 101 Kvenréttindafélag Íslands dafnaði á árinu 2017. Félagið fagnaði 110 ára afmæli sínu og gaf af því tilefni nýnemum í framhaldsskólum landsins, alls um 4300 ungmennum, íslenska þýðingu bókar eftir Chimamanda Ngozi Adichie sem nefnist We Should All Be Feminists. Félagið hélt á árinu stjórnmálanámskeið fyrir konur af erlendum uppruna og var þátttaka á því námskeiði framúrskarandi. Einnig gaf félagið út skýrsluna Online Violence Against Women in the Nordic Countries þar sem leit kvenna sem orðið hafa fyrir stafrænu ofbeldi að réttlæti var rannsökuð á Íslandi, í Danmörku og í Noregi. Kvenréttindafélag Íslands og vel- ferðar ráðuneytið gerðu með sér samning um að Kvenréttindafélagið sinni fræðslu og upplýsingagjöf um jafnrétti kynja- nna á innlendum og erlendum vettvangi. Samningurinn er til eins árs og er stjórn Kvenréttindafélagsins afar þakklát félags- og jafnréttismálaráðherra og velferðar- ráðuneytinu fyrir að hefja þessa vegferð með okkur og styrkja starf Kvenréttindafélagsins. Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands var haldinn 31. maí 2017. Á fundinum voru samþykktar ýmsar breytingar á lögum félagsins, sú veigamesta án efa uppfærð markmið félagsins þar sem bætt var við fjölþættari áherslu á jafnrétti. 2. grein hljóðar svo í kjölfar breytinganna: „Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi í víðum skilningi og vinnur gegn hvers konar mismunun.“ Einnig var gerð sú breyting á 2. grein að félagið vinni samkvæmt stefnuskrá sem er samþykkt á aðalfundi, í stað félagsfundar eins og áður stóð. Breytingar voru einnig gerðar á 5. grein til að skerpa á hlutverki stjórnar félagsins en við greinina var bætt: „Stjórn fer með ákvörðunar- og framkvæmdavald á milli aðalfunda.“ Einnig voru gerðar tvær breytingar á 6. grein, að aðalfundur skuli haldinn fyrir 15. júní ár hvert í stað marsloka eins og áður stóð, og skerpt var á ákvæði um kosningar á aðalfundi og bætt við að skuldlausir félagsmenn hafi kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi „þar á meðal í nefndir og ráð sem KRFÍ á aðild að“. Að lokum var gerð breyting á 7. grein laganna og setningin „Gjalddagi árgjalda er 15. júlí“ var felld brott. Á aðalfundi var kosið um sæti for- manns, þrjú sæti í stjórn og þrjú sæti í varastjórn Kvenréttindafélagsins. Fríða Rós Valdimarsdóttir var kjörin formaður Kven- réttinda félagsins til tveggja ára. Dagný Ósk Ara- dóttir Pind, Steinunn Stefánsdóttir og Tatjana Latinovic voru kosnar í stjórn sem aðalmenn og í varastjórn voru kosnar Ellen Calmon, Eyrún Eyþórsdóttir og Snæfríður Ólafsdóttir. Helga Dögg Björgvinsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir og Hugrún R. Hjaltadóttir sitja áfram í stjórn félagsins. Esther Guðmundsdóttir og Margrét Steinarsdóttir voru kjörnar skoðunarmenn reikninga. Stjórn Menningar- og minningar- sjóðs kvenna var kosin á aðal fundi Kvenréttindafélagsins. Formaður er Hugrún R. Hjaltadóttir sem einnig er fulltrúi Kvenréttindafélags Íslands. Aðrar í stjórn sjóðsins eru: Edythe Mangindin, Kolbrún Garðars dóttir, Magnea Þ. Ingvarsdóttir og Lára Aðalsteinsdóttir. Varamenn eru: Ásbjörg Una Björnsdóttir, Ásta Jóhannsdóttir, Halldóra Traustadóttir, Helga Dögg Björgvinsdóttir (fulltrúi Kvenréttindafélags Íslands) og Sonja Ýr Þorbergsdóttir. Úr aðalstjórn sjóðsins véku Anna Katarzyna Wozniczka, Halldóra Traustadóttir, Júlíana Signý Gunnarsdóttir og Sonja Ýr Þorbergsdóttir og úr varastjórn Margrét Arnardóttir og Þóra Þorsteinsdóttir. Þökkum við þeim vel unnin störf. Fulltrúar Kvenréttindafélagsins í nefndum og ráðum voru einnig valdir á aðalfundi. Í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands var kjörin Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Í stjórn Landverndar var kjörin Steinunn Stefánsdóttir. Í Skotturnar var kjörin Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Í stjórn Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir var kjörin Fríða Rós Valdimarsdóttir. Afram var unnið að því að endurnýja húsgögn á skrifstofu Kvenréttindafélagsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.