19. júní


19. júní - 19.06.2018, Page 111

19. júní - 19.06.2018, Page 111
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 109 hvaða aðilar gætu séð um jafnlaunavottunina; benti á að eftirlit með jafnlaunavottun væri óþarflega flókið og hvatti til að aðeins einn aðili hefði eftirlit með vottuninni, það er að segja Jafnréttisstofa; auk þess sem hvatt var til þess að starfsemi hennar yrði efld til muna. UMSögN UM LÆKKUN KOSNINgAALDURS TIL SVeITARTJóRNARKOSNINgA 18. maí 2017 skilaði Kvenréttindafélag Íslands inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, kosningaaldur. Félagið fagnaði því að fyrir Alþingi lægi frumvarp um breytingu á kosningaaldri í sveitarstjórnakosningum og hvatti til þess að það yrði að lögum. Í umsögninni kom fram að Kvenréttindafélagið hefði verið stofnað 1907 til að berjast fyrir kosningarétti kvenna. Síðan þá hefði Kvenréttindafélagið ávallt unnið að því að auka og styðja þátttöku kvenna í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Félagið styddi því allar tillögur sem miðuðu að því að efla lýðræði og auka þátttöku fólks, þar á meðal kvenna, í kosningum. UMSögN UM BReyTINgU Á BARNAVeRNDARLögUM, TÁLMUN 29. maí 2017 skilaði Kvenréttindafélag Íslands inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum sem fól í sér refsingu við tálmun eða takmörkun á umgengni. Kvenréttindafélagið taldi að stíga þyrfti varlega til jarðar þegar kæmi að því að beita refsingum við tálmun eða takmörkun á umgengni. Kvenréttindafélagið benti á að þær heimildir sem sýslumaður hefði nú þegar, þ.e. 48. gr. barnalaga um dagsektir, ættu að duga til þess að tryggja rétt barna til umgengni við foreldra sína. Einnig gerði félagið athugasemdir við vinnslu frumvarpsins en þar vantaði alveg tilvísanir í rannsóknir og tölfræði um algengi tálmunar og takmörkunar á umgengni. UMSögN UM BReyTINgU Á HegNINgARLögUM, KyNFeRÐISBROT 29. maí 2017 skilaði Kvenréttindafélag Íslands inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum þar sem lögð var til breyting á 194. grein hegningarlaganna sem tekur á nauðgunum. Í frumvarpinu var lagt til að nauðgun yrði skilgreind út frá skorti á samþykki. Kvenréttindafélagið fagnaði frum varp inu og þeirri áherslu á kynfrelsi og sjálfs ákvörð un ar- rétt varðandi kynlíf, líkama og tilfinningalíf sem endurspeglaðist í því. Kvenréttindafélagið tók undir þau sjónarmið sem lýst var í greinargerð með frumvarpinu að áhersla á samþykki eða skort á því gæti breytt viðhorfum til kynferðisbrota og haft áhrif á um ræðu um kynlíf almennt meðal fólks, ekki síst ungs fólks. Kvenréttindafélagið hvatti enn frem ur til þess að skoðað yrði hvernig það hefði gefist í öðrum löndum að gera gáleysi refsivert. UMSögN UM RegLUgeRÐ UM VOTTUN Á JAFNLAUNAKeRFUM 7. nóvember 2017 skilaði Kvenréttinda- félag Íslands inn umsögn um drög að reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli jafnlaunastaðalsins ÍST85. Kvenréttindafélagið hvatti til þess að í reglugerðinni væri gagnsæi framkvæmdar vottunar tryggt og að vottunarferlið og gögnin sem jafnlaunavottunin byggist á, þar á meðal mat á störfum, yrðu skýr og aðgengileg starfsfólki fyrirtækja sem undir lögin féllu. Félagið lagði enn fremur áherslu á að það verkefni að innleiða jafnlaunastaðalinn hjá fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri væri gríðarlega stórt og mikilvægt væri að vel tækist til. Félagið hvatti til þess að Jafnréttisstofu yrði tryggður sá mannafli sem nauðsynlegur væri vegna þeirra viðbótarverkefna sem jafnlaunavottunin færði stofnuninni. Ályktanir, áskoranir og erindi Kvenréttindafélag Íslands sendi frá sér níu ályktanir, áskoranir og erindi árið 2017 og eina kæru til kærunefndar jafnréttismála. 9. janúar 2017 skoraði Kvenréttinda félag Íslands á þingmenn að tryggja jöfn kynjahlutföll
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.