Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 12
ur) lenti í ís á Húnaflóa. Hrakningum og harðræðum er áhöfn
þess lenti í.
Ennfremur fjarskyggnigáfu unglings-stúlku. Söguna heyrði
ég þegar ég var unglingur, oft heyrði ég gamla menn ræða
þennan atburð og alltaf bar þeim saman um alla atburði er
sagan greinir frá. Unglingsstúlkuna með fjarskyggnigáfuna,
sem kemur við þessa sögu, þekkti ég gamla konu og
sannreyndi ég og margir fleiri þessa fjarskyggnigáfu hennar og
ég vil geta þess sérstaklega, að þó hún væri orðin blind síðustu
æviárin þá var fjarskyggni hennar óbreytt, en hún var mjög
dul og vildi lítið tala um það er hún sá.
Það var 20 apríl 1867, að allur hákarlaskipafloti Stranda-
manna (en hann stundaði þá hákarlaróðra frá hinni frægu
hákarlaverstöð Gjögri í Árneshreppi) lá úti á Gjögursmiðum,
nánar til tekið á miði því, sem heitir „Hyrnur“. Veður var
allgott, norðan kaldi, en mikill straumur inn flóann, skipin
lágu í skipalegu hvert austur af öðru, en skipalega var kölluð
þegar það langt var milli skipa, að vel sást frá næsta skipi ef
hákarl var heistur, eins og það var kallað, en það var þannig
að blökk var fest ofarlega á mastur skipsins, í gegn um hana
var dreginn kaðall og lágu báðir endar hans niður í skipið. I
annan enda kaðalsins var fest stór ífæra, sem er stór krókur og
var ífæran sett í hákarlinn, en skipverjar tóku í hinn endann
og drógu hákarlinn upp úr sjó svo betra væri að skera hann og
innbyrða. Flest skipin voru búin að fá eitthvað af hákarli. Þá
tóku menn eftir því, að til hafs var að sjá einhverja óvenjulega
birtu og vissu flestir af hverju hún stafaði, það var hafísinn á
leið að landi. Var brugðið fljótt við, hákarlavaðir og legustjóri
dregnir inn og haldið sem fljótast á leið til lands.
Eitt þeirra skipa er þarna lágu, var frá Hrófbergi í
Steingrímsfirði. Eigandi þess var Stefán hreppstjóri Stefáns-
son, (er var bóndi á Hrófbergi, 1836—1869). Einhverra orsaka
vegna, sem ég kann ekki skil á, lenti þetta skip í ísnum og barst
með honum inn Húnaflóa. Áhöfnin reyndi að þræða lænur og
vakir í ísnum til að ná landi, en allt reyndist það árangurslaust.
Á meðan rak ísinn inn flóann og fyllti hann innanverðan, svo
10