Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Síða 12

Strandapósturinn - 01.06.1975, Síða 12
ur) lenti í ís á Húnaflóa. Hrakningum og harðræðum er áhöfn þess lenti í. Ennfremur fjarskyggnigáfu unglings-stúlku. Söguna heyrði ég þegar ég var unglingur, oft heyrði ég gamla menn ræða þennan atburð og alltaf bar þeim saman um alla atburði er sagan greinir frá. Unglingsstúlkuna með fjarskyggnigáfuna, sem kemur við þessa sögu, þekkti ég gamla konu og sannreyndi ég og margir fleiri þessa fjarskyggnigáfu hennar og ég vil geta þess sérstaklega, að þó hún væri orðin blind síðustu æviárin þá var fjarskyggni hennar óbreytt, en hún var mjög dul og vildi lítið tala um það er hún sá. Það var 20 apríl 1867, að allur hákarlaskipafloti Stranda- manna (en hann stundaði þá hákarlaróðra frá hinni frægu hákarlaverstöð Gjögri í Árneshreppi) lá úti á Gjögursmiðum, nánar til tekið á miði því, sem heitir „Hyrnur“. Veður var allgott, norðan kaldi, en mikill straumur inn flóann, skipin lágu í skipalegu hvert austur af öðru, en skipalega var kölluð þegar það langt var milli skipa, að vel sást frá næsta skipi ef hákarl var heistur, eins og það var kallað, en það var þannig að blökk var fest ofarlega á mastur skipsins, í gegn um hana var dreginn kaðall og lágu báðir endar hans niður í skipið. I annan enda kaðalsins var fest stór ífæra, sem er stór krókur og var ífæran sett í hákarlinn, en skipverjar tóku í hinn endann og drógu hákarlinn upp úr sjó svo betra væri að skera hann og innbyrða. Flest skipin voru búin að fá eitthvað af hákarli. Þá tóku menn eftir því, að til hafs var að sjá einhverja óvenjulega birtu og vissu flestir af hverju hún stafaði, það var hafísinn á leið að landi. Var brugðið fljótt við, hákarlavaðir og legustjóri dregnir inn og haldið sem fljótast á leið til lands. Eitt þeirra skipa er þarna lágu, var frá Hrófbergi í Steingrímsfirði. Eigandi þess var Stefán hreppstjóri Stefáns- son, (er var bóndi á Hrófbergi, 1836—1869). Einhverra orsaka vegna, sem ég kann ekki skil á, lenti þetta skip í ísnum og barst með honum inn Húnaflóa. Áhöfnin reyndi að þræða lænur og vakir í ísnum til að ná landi, en allt reyndist það árangurslaust. Á meðan rak ísinn inn flóann og fyllti hann innanverðan, svo 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.