Strandapósturinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Strandapósturinn - 01.06.1975, Qupperneq 13

Strandapósturinn - 01.06.1975, Qupperneq 13
að þegar ísrekið stöðvaðist, voru þeir á Hrófbergsskipinu staddir all-langt frá landi í svokölluðum Randarál, austur af bænum Eyjum í Kaldrananeshreppi. Isinn þéttist nú mjög þegar rek hans stöðvaðist og var þá svo þröngt um skipið, að það mátti hvergi hreyfa. Skipið lá til hlés við allstóran jaka og hlífði hann því nokkuð fyrir þrýstingi og núningi frá ísnum í kring um það. Var það nú til ráðs tekið, að yfirgefa skipið og reyna að bjarga sér til lands á sundurlausum ísnum. Engum duldist, að þetta var hin mesta hættuför, en um annað var ekki að ræða, því ísinn gat brotið skipið í spón á hverri stundu. Þeir tóku hákarlavað og bundu sig á strenginn með nokkru millibili, einnig tóku þeir langan krókstjaka úr skipinu og því næst hófu þeir hina hættulegu ferð til lands. Þar sem of langt var á milli jaka notuðu þeirkrókstjakannmeð ótrúlega góðum árangri við að stytta bilið á milli jakanna svo þeir gætu stokkið á milli og skal ekki orðlengja það meira, að allir komust þeir að iandi að lokum, en voru þá orðnir allmjög þrekaðir eftir meira en sólarhrings fangbrögð við hafísinn og oft voru þeir í mikilli lífshættu, sem þeim þó tókst með ótrúlegu harðfengi og þrautseigju að bjargast frá. Þá bjó á Eyjum Loftur ríki Bjarnason, mikill búhöldur og sveitarhöfðingi. Veður hélstgott og engin hreyfing virtist vera á ísnum næstu tvo sólarhringa, en þá fór ísinn að grisja og komu auðar rennur í hann hér og þar. Þá tók formaður Hrófbergs- skipsins það til ráða að fá lánaðan bát, fjögurra manna far, hjá Lofti ríka og reyna að bjarga hákarlaskipinu. Var þegar lagt af stað og eftir miklar krókaleiðir í ísnum komust þeir að skipinu. En á skammri stundu skipast veður í lofti. Nú brá svo við, að ísinn þéttist aftur, svo hvergi sá í auða vök. Þóttust þeir félagar nú illa staddir og sérstaklega þótti þeim illa farið að hafa fengið bátinn að láni hjá Lofti og verða að skilja hann eftir líka, en hér var ekki um annað að gera. Þeir bundu bátinn traustlega við skipið og nú hófst aftur sama hættuförin og hið fyrra skiptið, að fara í land á lausum jökum, þeir höfðu sama hátt á og í fyrra skiptið að þeir bundu hákarlavað á milli sín 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.